Veiðigjaldið endanleg ákvörðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júlí 2017 20:00 Hækkun veiðigjalda um sex milljarða á næsta fiskveiðiári ætti ekki að koma neinum á óvart að mati sjávarútvegsráðherra. Hækkunin endurspegli betri afkomu útgerðanna þótt skoða megi hvort rétt sé að miða álagningu við afkomuna fyrir tveimur árum. Veiðigjöld á yfirstandandi ári fiskveiðiári tvöfaldast milli ára og verða um sex milljörðum króna hærri en þau voru í fyrra. Miðað við áætlað aflamark verða þau um 10,5 til 11 milljarðar króna. „Það á ekki að koma neinum á óvart hver fjárhæðin er þetta árið. Það má hins vegar gagnrýna að verið sé að miða við afkomuna fyrir tveimur árum en það er eitthvað sem menn fara þá bara yfir upp á framtíðina að gera," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Hátt í eitt þúsund lögaðilar standa undir gjaldinu og samkvæmt reiknireglu þess nema greiðslurnar um þriðjungi heildarhagnaðar ársins 2015 en það var fordæmalaust gott ár í sjávarútvegi. „Þessi niðurstaða sem ég staðfesti núna og kynnti mun ekki breytast. Það verða þessar verulegu hækkanir. Menn hafa verið að benda á litlar og meðalstórar útgerðir. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þeim og þess vegna er úttekt í gangi og hún mun vonandi liggja fyrir í september og þá einfaldlega metum við stöðuna," segir Þorgerður.Athugasemd ráðherra kemur á óvart Aðspurð hvort þetta sé ekki eitthvað sem legið hafi fyrir segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að fyrirtæki hafi einungis nýlega getað tekið afstöðu til veiðigjaldsins, „Ég hef heyrt þessa athugasemd og þá meðal annars frá ráðherra og ég verð að segja að hún kemur nokkuð á óvart. Jú, það er miðað við hagnað ársins 2015 en tölur sem koma frá Hagstofu um þetta komu hins vegar ekki fyrr en í upphafi ársins 2017. Þá kannski gátu menn með upplýstum hætti tekið afstöðu til þess hvernig veiðigjöldin verða," segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Heiðrún bendir á að við þetta hafi bætist atriði líkt og sjómannaverkfall, styrking krónunnar og launahækkanir sem hafi haft slæm áhrif á afkomuna. Hún telur að endurskoða þurfi reikniregluna. „Það að við séum alltaf taka mið af tveimur árum aftur fyrir okkur er óheppilegur mælikvarði. Þetta verður að færast nær í tímann. Svo eru einstaka þættir í þessu, vankantar ef svo má segja, sem þyrfti að sníða að miðað við hvernig veiðigjöldin eru að koma niður á einstaka útgerðum," segir hún. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hækkun veiðigjalda um sex milljarða á næsta fiskveiðiári ætti ekki að koma neinum á óvart að mati sjávarútvegsráðherra. Hækkunin endurspegli betri afkomu útgerðanna þótt skoða megi hvort rétt sé að miða álagningu við afkomuna fyrir tveimur árum. Veiðigjöld á yfirstandandi ári fiskveiðiári tvöfaldast milli ára og verða um sex milljörðum króna hærri en þau voru í fyrra. Miðað við áætlað aflamark verða þau um 10,5 til 11 milljarðar króna. „Það á ekki að koma neinum á óvart hver fjárhæðin er þetta árið. Það má hins vegar gagnrýna að verið sé að miða við afkomuna fyrir tveimur árum en það er eitthvað sem menn fara þá bara yfir upp á framtíðina að gera," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Hátt í eitt þúsund lögaðilar standa undir gjaldinu og samkvæmt reiknireglu þess nema greiðslurnar um þriðjungi heildarhagnaðar ársins 2015 en það var fordæmalaust gott ár í sjávarútvegi. „Þessi niðurstaða sem ég staðfesti núna og kynnti mun ekki breytast. Það verða þessar verulegu hækkanir. Menn hafa verið að benda á litlar og meðalstórar útgerðir. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þeim og þess vegna er úttekt í gangi og hún mun vonandi liggja fyrir í september og þá einfaldlega metum við stöðuna," segir Þorgerður.Athugasemd ráðherra kemur á óvart Aðspurð hvort þetta sé ekki eitthvað sem legið hafi fyrir segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að fyrirtæki hafi einungis nýlega getað tekið afstöðu til veiðigjaldsins, „Ég hef heyrt þessa athugasemd og þá meðal annars frá ráðherra og ég verð að segja að hún kemur nokkuð á óvart. Jú, það er miðað við hagnað ársins 2015 en tölur sem koma frá Hagstofu um þetta komu hins vegar ekki fyrr en í upphafi ársins 2017. Þá kannski gátu menn með upplýstum hætti tekið afstöðu til þess hvernig veiðigjöldin verða," segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Heiðrún bendir á að við þetta hafi bætist atriði líkt og sjómannaverkfall, styrking krónunnar og launahækkanir sem hafi haft slæm áhrif á afkomuna. Hún telur að endurskoða þurfi reikniregluna. „Það að við séum alltaf taka mið af tveimur árum aftur fyrir okkur er óheppilegur mælikvarði. Þetta verður að færast nær í tímann. Svo eru einstaka þættir í þessu, vankantar ef svo má segja, sem þyrfti að sníða að miðað við hvernig veiðigjöldin eru að koma niður á einstaka útgerðum," segir hún.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira