Fjórir umhverfisverndarsinnar myrtir í hverri viku: „Fyrirtæki og ríkisstjórnir vinna nú saman að því að drepa fólk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 23:30 Frá kröfugöngu í Washington í Bandaríkjunum þar sem viðstaddir kröfðust réttlætis fyrir Bertu Cáceres, umhverfisverndarsinna frá Hondúras, sem var myrt í mars 2016 vegna baráttu sinnar gegn stíflu í fljótinu Gualcarque sem er heilagt í augum frumbyggja. vísir/getty Alls voru 200 umhverfisverndarsinnar myrtir á síðasta ári í heiminum og á fyrstu fimm mánuðum þessa árs voru 98 umhverfisverndarsinnar myrtir vegna baráttu sinnar. Það eru tæplega fjórir í viku hverri. Talað er um faraldur í þessu samhengi en margir telja að mun fleiri umhverfisverndarsinnar séu myrtir fyrir tilstuðlan hagsmunaaðila sem ásælast auðlindir á afskekktum og fátækum svæðum víðs vegar um heiminn. Fjallað er ítarlega um málið á vef Guardian en blaðið hóf nýlega samstarfsverkefni með samtökunum Global Witness sem hefur það að markmiði að fjalla um þá umhverfissinna sem myrtir eru vegna baráttu sinnar og varpa ljósi á það hvers vegna og hverjir það eru sem drepa þá. Flestir þeirra umhverfisverndarsinna sem myrtir eru láta lífið í afskekktum skógum eða þorpum þar sem námavinnsla, stíflur, ólöglegt skógarhögg og/eða landbúnaður hafa áhrif á líf fólks.Maður eldar á svæði í Rio de Janeiro sem var eitt sinn þakið trjám sem tilheyrðu Atlantic-skóginum. Skógurinn var einu sinni jafnstór og Texas-ríki í Bandaríkjunum en 85 prósent af honum hefur verið eytt af mannavöldum. Í dag ógna ólöglegt skógarhögg og þróun borgarinnar því sem eftir er af skóginum.vísir/gettyEkki einangruð tilvik heldur kerfisbundnar árásir Umhverfisverndarsinnarnir heyja baráttu við stórfyrirtæki, aðra fjársterka aðila og jafnvel stjórnvöld til að vernda ósnortin landsvæði sem í mörgum tilfellum eru híbýli frumbyggja eða eru mikilvæg menningarleg verðmæti í augum þeirra. Margir morðingjanna eru ráðnir til verksins af fyrirtækjum eða stjórnvöldum en lögreglan ber kennsl á afar fáa þeirra og handtekur því ekki marga. Billy Kyte, einn af forsvarsmönnum Global Witness, segir að morðin sem samtökin hafi skráð hjá sér séu aðeins lítið brot af vandamálinu. „Samfélög sem berjast gegn umhverfisspjöllum eru núna skotmark öryggisvarða stórfyrirtækja, leigumorðingja, lögreglu og hers. Fyrir hvern umhverfisverndarsinna sem er myrtur fá mun fleiri morðhótanir, öðrum er gert að yfirgefa heimili sín og enn aðrir horfa upp á eyðileggingu auðlinda. Þetta eru ekki einangruð atvik heldur er um að ræða kerfisbundnar árásir fyrirtækja og stjórnvalda á afskekkt svæði og samfélög frumbyggja.“Mótmæli gegn námuvinnslu í Kólumbíu.vísir/gettyAfleiðing hnattvæðingarinnarRannsóknir sýna að deilur um umhverfið og hvernig nýta skuli auðlindir og landsvæði eru að aukast um allan heim. „Þessar deilur koma upp vegna hnattvæðingarinnar. Kapítalismi er ofbeldisfull stefna og alþjóðleg fyrirtæki líta til fátækra landa eftir landi og auðlindum þar sem spilling er algengari og lagaumhverfið veikara. Fyrirtæki og ríkisstjórnir vinna nú saman að því að drepa fólk,“ segir Bobby Banerjee sem rannsakað hefur andstöðu við alþjóðleg þróunarverkefni í 15 ár. Tölfræði Global Witness sýnir að námavinnsla og olía tengjast flestum morðum síðasta árs eða alls 33. Skógarhögg tengdist næstflestum morðum eða 23 en það sem af er þessu ári tengist landbúnaður flestum morðunum eða alls 22. Stjórnvöld voru á bak við 43 af morðunum á seinasta ári, lögreglan var að verki í 33 tilfellum og herinn í 10 tilfellum. Öryggisverðir og leigumorðingjar voru svo að verki í 52 skipti.Amazon-frumskógurinn í Brasilíu þar sem flestir umhverfissinnar voru myrtir í fyrra. Margir þeirra berjast gegn eyðingu þessa stærsta regnskógar heims.vísir/gettyRómanska Ameríka hættulegasta heimsálfan Rómanska Ameríka er sú heimsálfa sem er hættulegust þeim sem vilja vernda náttúruna. Flestir umhverfisverndarsinnar voru myrtir í Brasilíu í fyrra, eða alls 49, margir þeirra í Amazon-frumskóginum. Framleiðsla á timbri tengdist 16 af þessum morðum en eyðing frumskógarins jókst um 29 prósent í fyrra. Talið er að morðin verði fleiri á þessu ári en þau voru í fyrra. Þannig er líklegt að nýtt „met“ verði slegið í Brasilíu og á Filippseyjum og þá er ástandið í Kólumbíu einnig verra en það var. Eins og áður eru það svo frumbyggjar sem líða hvað mest fyrir baráttu sína fyrir umhverfi sínu, menningu og landsvæðum.Nánar er fjallað um málið á vef Guardian og þá má kynna sér samstarfsverkefni blaðsins og Global Witness hér. Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Alls voru 200 umhverfisverndarsinnar myrtir á síðasta ári í heiminum og á fyrstu fimm mánuðum þessa árs voru 98 umhverfisverndarsinnar myrtir vegna baráttu sinnar. Það eru tæplega fjórir í viku hverri. Talað er um faraldur í þessu samhengi en margir telja að mun fleiri umhverfisverndarsinnar séu myrtir fyrir tilstuðlan hagsmunaaðila sem ásælast auðlindir á afskekktum og fátækum svæðum víðs vegar um heiminn. Fjallað er ítarlega um málið á vef Guardian en blaðið hóf nýlega samstarfsverkefni með samtökunum Global Witness sem hefur það að markmiði að fjalla um þá umhverfissinna sem myrtir eru vegna baráttu sinnar og varpa ljósi á það hvers vegna og hverjir það eru sem drepa þá. Flestir þeirra umhverfisverndarsinna sem myrtir eru láta lífið í afskekktum skógum eða þorpum þar sem námavinnsla, stíflur, ólöglegt skógarhögg og/eða landbúnaður hafa áhrif á líf fólks.Maður eldar á svæði í Rio de Janeiro sem var eitt sinn þakið trjám sem tilheyrðu Atlantic-skóginum. Skógurinn var einu sinni jafnstór og Texas-ríki í Bandaríkjunum en 85 prósent af honum hefur verið eytt af mannavöldum. Í dag ógna ólöglegt skógarhögg og þróun borgarinnar því sem eftir er af skóginum.vísir/gettyEkki einangruð tilvik heldur kerfisbundnar árásir Umhverfisverndarsinnarnir heyja baráttu við stórfyrirtæki, aðra fjársterka aðila og jafnvel stjórnvöld til að vernda ósnortin landsvæði sem í mörgum tilfellum eru híbýli frumbyggja eða eru mikilvæg menningarleg verðmæti í augum þeirra. Margir morðingjanna eru ráðnir til verksins af fyrirtækjum eða stjórnvöldum en lögreglan ber kennsl á afar fáa þeirra og handtekur því ekki marga. Billy Kyte, einn af forsvarsmönnum Global Witness, segir að morðin sem samtökin hafi skráð hjá sér séu aðeins lítið brot af vandamálinu. „Samfélög sem berjast gegn umhverfisspjöllum eru núna skotmark öryggisvarða stórfyrirtækja, leigumorðingja, lögreglu og hers. Fyrir hvern umhverfisverndarsinna sem er myrtur fá mun fleiri morðhótanir, öðrum er gert að yfirgefa heimili sín og enn aðrir horfa upp á eyðileggingu auðlinda. Þetta eru ekki einangruð atvik heldur er um að ræða kerfisbundnar árásir fyrirtækja og stjórnvalda á afskekkt svæði og samfélög frumbyggja.“Mótmæli gegn námuvinnslu í Kólumbíu.vísir/gettyAfleiðing hnattvæðingarinnarRannsóknir sýna að deilur um umhverfið og hvernig nýta skuli auðlindir og landsvæði eru að aukast um allan heim. „Þessar deilur koma upp vegna hnattvæðingarinnar. Kapítalismi er ofbeldisfull stefna og alþjóðleg fyrirtæki líta til fátækra landa eftir landi og auðlindum þar sem spilling er algengari og lagaumhverfið veikara. Fyrirtæki og ríkisstjórnir vinna nú saman að því að drepa fólk,“ segir Bobby Banerjee sem rannsakað hefur andstöðu við alþjóðleg þróunarverkefni í 15 ár. Tölfræði Global Witness sýnir að námavinnsla og olía tengjast flestum morðum síðasta árs eða alls 33. Skógarhögg tengdist næstflestum morðum eða 23 en það sem af er þessu ári tengist landbúnaður flestum morðunum eða alls 22. Stjórnvöld voru á bak við 43 af morðunum á seinasta ári, lögreglan var að verki í 33 tilfellum og herinn í 10 tilfellum. Öryggisverðir og leigumorðingjar voru svo að verki í 52 skipti.Amazon-frumskógurinn í Brasilíu þar sem flestir umhverfissinnar voru myrtir í fyrra. Margir þeirra berjast gegn eyðingu þessa stærsta regnskógar heims.vísir/gettyRómanska Ameríka hættulegasta heimsálfan Rómanska Ameríka er sú heimsálfa sem er hættulegust þeim sem vilja vernda náttúruna. Flestir umhverfisverndarsinnar voru myrtir í Brasilíu í fyrra, eða alls 49, margir þeirra í Amazon-frumskóginum. Framleiðsla á timbri tengdist 16 af þessum morðum en eyðing frumskógarins jókst um 29 prósent í fyrra. Talið er að morðin verði fleiri á þessu ári en þau voru í fyrra. Þannig er líklegt að nýtt „met“ verði slegið í Brasilíu og á Filippseyjum og þá er ástandið í Kólumbíu einnig verra en það var. Eins og áður eru það svo frumbyggjar sem líða hvað mest fyrir baráttu sína fyrir umhverfi sínu, menningu og landsvæðum.Nánar er fjallað um málið á vef Guardian og þá má kynna sér samstarfsverkefni blaðsins og Global Witness hér.
Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira