Segir jafnrétti milli karla og kvenna í íslenska boltanum: „Það má læra margt af Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2017 09:30 Gemma Fay er ánægð með dvölina á Íslandi. vísir/eyþór Skoski landsliðsmarkvörðurinn Gemma Fay, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, kveðst virkilega ánægð með íslenska boltann, jafnréttið sem í honum ríkir og ákvörðun sína að koma hingað og spila. Þessi 35 ára gamli reynslubolti segir frá þessu í ítarlegu viðtali við The Guardian þar sem hún ræðir íslenska boltann og EM í Hollandi sem hefst eftir nokkra daga. Fay meiddist illa í byrjun árs og missti þá byrjunarliðssæti sitt hjá Gasgow City. Hún óttaðist það versta sem var að missa einnig sæti sitt í skoska byrjunarliðinu rétt fyrir EM 2017. Hún ákvað þá að gera eitthvað öðruvísi til að koma sér aftur í gang. Fay pakkaði niður í tösku og hélt til Íslands. Sú skoska hefur vissulega ekki kveikt í Pepsi-deild kvenna og missti sæti sitt hjá Stjörnunni líka um tíma en mun samt sem áður leiða skoska landsliðið út á völlinn á EM. „Ég kom út úr þessum meiðslum sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég skipti um félag og hef öðlast meiri reynslu sem hefur verið jákvæð. Þessi skipti hafa hjálpað mér að þroskast sem persóna líka. Það kemur alltaf eitthvað gott úr því slæma,“ segir Fay. Markvörðurinn var búin að spila á Bretlandseyjum allan sinn feril áður en hún samdi við Stjörnuna en Fay var búin að vera í Skotlandi frá árinu 2007. Að spila í nýrri deild gaf henni tækifæri á að upplifa nýja hluti. „Þetta er búið að vera frábært fyrir mig því leikmenn í íslensku deildinni er mjög líkamlega sterkir. Leikstíllinn er öðruvísi og stuðningurinn frábær. Það má læra margt af Íslandi,“ segir Fay sem er ánægð með jafnréttið sem ríkir í íslenska fótboltanum. „Það er frábært hvernig Ísland sér um kvennafótboltann. Öll bæjarfélög eru með lið og allir krakkarnir í bænum spila fyrir það lið. Jafnrétti ríkir á milli karla og kvenna. Aðstæðurnar eru frábærar og stuðningurinn líka. Það má læra margt af því sem er gert hérna,“ segir Gemma Fay. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Skoski landsliðsmarkvörðurinn Gemma Fay, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, kveðst virkilega ánægð með íslenska boltann, jafnréttið sem í honum ríkir og ákvörðun sína að koma hingað og spila. Þessi 35 ára gamli reynslubolti segir frá þessu í ítarlegu viðtali við The Guardian þar sem hún ræðir íslenska boltann og EM í Hollandi sem hefst eftir nokkra daga. Fay meiddist illa í byrjun árs og missti þá byrjunarliðssæti sitt hjá Gasgow City. Hún óttaðist það versta sem var að missa einnig sæti sitt í skoska byrjunarliðinu rétt fyrir EM 2017. Hún ákvað þá að gera eitthvað öðruvísi til að koma sér aftur í gang. Fay pakkaði niður í tösku og hélt til Íslands. Sú skoska hefur vissulega ekki kveikt í Pepsi-deild kvenna og missti sæti sitt hjá Stjörnunni líka um tíma en mun samt sem áður leiða skoska landsliðið út á völlinn á EM. „Ég kom út úr þessum meiðslum sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég skipti um félag og hef öðlast meiri reynslu sem hefur verið jákvæð. Þessi skipti hafa hjálpað mér að þroskast sem persóna líka. Það kemur alltaf eitthvað gott úr því slæma,“ segir Fay. Markvörðurinn var búin að spila á Bretlandseyjum allan sinn feril áður en hún samdi við Stjörnuna en Fay var búin að vera í Skotlandi frá árinu 2007. Að spila í nýrri deild gaf henni tækifæri á að upplifa nýja hluti. „Þetta er búið að vera frábært fyrir mig því leikmenn í íslensku deildinni er mjög líkamlega sterkir. Leikstíllinn er öðruvísi og stuðningurinn frábær. Það má læra margt af Íslandi,“ segir Fay sem er ánægð með jafnréttið sem ríkir í íslenska fótboltanum. „Það er frábært hvernig Ísland sér um kvennafótboltann. Öll bæjarfélög eru með lið og allir krakkarnir í bænum spila fyrir það lið. Jafnrétti ríkir á milli karla og kvenna. Aðstæðurnar eru frábærar og stuðningurinn líka. Það má læra margt af því sem er gert hérna,“ segir Gemma Fay.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira