Sautján stiga maðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2017 06:00 Andri Rúnar Bjarnason á ferðinni með boltann í leik á móti KR í Vesturbænum. Andri Rúnar gerði út um þann leik eins og marga fleiri í sumar en hann fiskaði víti í lokin og skoraði úr því sigurmarkið í leiknum. vísir/stefán Nú eru liðnir 57 dagar síðan nýliðar Grindvíkingar töpuðu síðast leik í Pepsi-deild karla. Jafnlangur tími er enn fremur liðinn síðan Grindvíkingar skoruðu mark þar sem Andri Rúnar Bjarnason kom hvergi nærri. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið og lagði upp fyrra markið í 2-1 sigri á KA um helgina og hefur nú komið að tólf mörkum Grindvíkinga í röð með því annaðhvort að skora (10) eða gefa stoðsendingu (2). Sigurinn á KA á sunnudaginn var sjöundi deildarleikur Grindavíkur í röð án þess að tapa og liðið hefur náð í 17 af 21 stigi í boði á undanförnum tveimur mánuðum. Andri Rúnar skoraði sitt fjórða sigurmark í sumar á móti KA en hann tryggði Grindavíkurliðinu einnig öll þrjú stigin á móti Reykjavikurliðunum KR, Val og Víkingi. Grindavíkurliðið hefur skorað sextán mörk í fyrstu tíu deildarleikjum sínum og í aðeins þremur þeirra hefur Andri Rúnar ekki átt beinan þátt. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur því komið að 13 af 16 mörkum eða 81 prósenti marka liðsins á leiktíðinni. Andri Rúnar skoraði sitt tíunda deildarmark á móti KA og það þarf að fara alla leið aftur til sumarsins 1986 til að finna leikmann sem var fljótari en Andri Rúnar að komast yfir tíu marka múrinn. Framarinn Guðmundur Torfason skoraði þá sitt tíunda og ellefta mark 3. júlí. Guðmundur endaði á því að skora 19 mörk á tímabilinu og jafnaði þar með markamet Péturs Péturssonar. Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997) hafa náð að jafna metin en engum hefur enn tekist að slá metið sem Pétur setti í búningi Skagamanna sumarið 1978. Ekki þarf að koma fólki mikið á óvart að stigatafla Pepsi-deildarinnar væri allt öðruvísi ef Andri Rúnar hefði ekki klæðst Grindavíkurtreyjunni í sumar. Grindavík væri þá aðeins með fjögur stig og langneðst í deildinni, heilum sex stigum frá öruggu sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig Andri Rúnar hefur skilað sautján stigum í hús með Grindavík í sumar en það eru fleiri stig en níu lið deildarinnar eru með samanlagt. Þarna má sjá mörk hans og stoðsendingar og stigin sem þau skiluðu í hverjum leik.grafík/fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Nú eru liðnir 57 dagar síðan nýliðar Grindvíkingar töpuðu síðast leik í Pepsi-deild karla. Jafnlangur tími er enn fremur liðinn síðan Grindvíkingar skoruðu mark þar sem Andri Rúnar Bjarnason kom hvergi nærri. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið og lagði upp fyrra markið í 2-1 sigri á KA um helgina og hefur nú komið að tólf mörkum Grindvíkinga í röð með því annaðhvort að skora (10) eða gefa stoðsendingu (2). Sigurinn á KA á sunnudaginn var sjöundi deildarleikur Grindavíkur í röð án þess að tapa og liðið hefur náð í 17 af 21 stigi í boði á undanförnum tveimur mánuðum. Andri Rúnar skoraði sitt fjórða sigurmark í sumar á móti KA en hann tryggði Grindavíkurliðinu einnig öll þrjú stigin á móti Reykjavikurliðunum KR, Val og Víkingi. Grindavíkurliðið hefur skorað sextán mörk í fyrstu tíu deildarleikjum sínum og í aðeins þremur þeirra hefur Andri Rúnar ekki átt beinan þátt. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur því komið að 13 af 16 mörkum eða 81 prósenti marka liðsins á leiktíðinni. Andri Rúnar skoraði sitt tíunda deildarmark á móti KA og það þarf að fara alla leið aftur til sumarsins 1986 til að finna leikmann sem var fljótari en Andri Rúnar að komast yfir tíu marka múrinn. Framarinn Guðmundur Torfason skoraði þá sitt tíunda og ellefta mark 3. júlí. Guðmundur endaði á því að skora 19 mörk á tímabilinu og jafnaði þar með markamet Péturs Péturssonar. Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997) hafa náð að jafna metin en engum hefur enn tekist að slá metið sem Pétur setti í búningi Skagamanna sumarið 1978. Ekki þarf að koma fólki mikið á óvart að stigatafla Pepsi-deildarinnar væri allt öðruvísi ef Andri Rúnar hefði ekki klæðst Grindavíkurtreyjunni í sumar. Grindavík væri þá aðeins með fjögur stig og langneðst í deildinni, heilum sex stigum frá öruggu sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig Andri Rúnar hefur skilað sautján stigum í hús með Grindavík í sumar en það eru fleiri stig en níu lið deildarinnar eru með samanlagt. Þarna má sjá mörk hans og stoðsendingar og stigin sem þau skiluðu í hverjum leik.grafík/fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira