Sport

ÍR sigraði bikarkeppni FRÍ

Elías Orri Njarðarson skrifar
Bikarmeistarar ÍR fagna.
Bikarmeistarar ÍR fagna. mynd/óskar ó
Bikarkeppni FRÍ var haldin í Hafnarfirði í dag en keppt var í 18 greinum í blíðskaparveðri.

Lokastaðan í samtals stigakeppninni fór svo að ÍR vann stigakeppnina með 81,0 stig. FH kom í öðru sæti með 80,0 stig og Breiðablik var í þriðja sætinu með 53,0 stig.

Lokastaðan í kvennakeppninni voru það FH-ingar sem voru efstar með 38,0 stig, ÍR kom í öðru með 37,0 stig og Breiðablik í þriðja með 22,0 stig.

Lokastaðan í karlakeppninni voru það ÍR-ingar sem enduðu efstir með 44,0 stig, FH í öðru með 42,0 stig og Breiðablik í þriðja með 31,0 stig.

Úrslitin á mótinu réðust í síðustu greininni sem var boðhlaup kvenna. Sveit ÍR náði þar öðru sæti sem skilaði félaginu bikarinn góða í 24 skiptið.

FH-ingar unnu þrefalt í fyrra en ÍR-ingar náðu af þeim tveimur bikurum í dag.

 
Hægt er að sjá niðurstöður úr öllum greinum hér.

FH eru bikarmeistarar kvennamynd/óskar ó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×