Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. júlí 2017 22:00 Daniel Ricciardo á æfingu í dag. Vísir/Getty Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel.Fyrri æfingin Kimi Raikkonen varð annar á fyrri æfingunni á Ferrari bílnum. Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. Fyrstu fimm ökumennirnir voru á sömu sekúndunni. Sebastian Vettel á Ferrari, sem leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna varð sjötti. Hann var að glíma við yfirstýringu á bílnum. Fernando Alonso varð sjöundi á McLaren bílnum einni og hálfri sekúndu á eftir Ricciardo. Brautin í Ungverjalandi á að vera eitt besta tækifæri McLaren liðsins til að ná í góð stigasæti. Bíl liðsins hefur gengið betur á brautum þar sem undirvagninn skiptir meira máli en hreint afl. Það er verst geymda leyndarmálið í Formúlunni að Honda vélin er afllítil í samanburði við Ferrari og Mercedes vélarnar.Seinni æfingin Vettel varð annar á seinni æfingunni. Líklega verður baráttan hörð í tímatökunni á morgun. Mercedes og Ferrari munu líklega setja í tímatökugír og þá jafnast leikurinn. Það er því klárt að spennan mun aukast. Jolyon Palmer gerði lítið til að þagga niður gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um frammistöðu hans á tímabilinu. Hann missti gripið og skautaði á varnarvegg. Æfingin var stöðvuð í kjölfarið. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun, á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag, á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00 Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel.Fyrri æfingin Kimi Raikkonen varð annar á fyrri æfingunni á Ferrari bílnum. Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. Fyrstu fimm ökumennirnir voru á sömu sekúndunni. Sebastian Vettel á Ferrari, sem leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna varð sjötti. Hann var að glíma við yfirstýringu á bílnum. Fernando Alonso varð sjöundi á McLaren bílnum einni og hálfri sekúndu á eftir Ricciardo. Brautin í Ungverjalandi á að vera eitt besta tækifæri McLaren liðsins til að ná í góð stigasæti. Bíl liðsins hefur gengið betur á brautum þar sem undirvagninn skiptir meira máli en hreint afl. Það er verst geymda leyndarmálið í Formúlunni að Honda vélin er afllítil í samanburði við Ferrari og Mercedes vélarnar.Seinni æfingin Vettel varð annar á seinni æfingunni. Líklega verður baráttan hörð í tímatökunni á morgun. Mercedes og Ferrari munu líklega setja í tímatökugír og þá jafnast leikurinn. Það er því klárt að spennan mun aukast. Jolyon Palmer gerði lítið til að þagga niður gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um frammistöðu hans á tímabilinu. Hann missti gripið og skautaði á varnarvegg. Æfingin var stöðvuð í kjölfarið. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun, á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag, á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00 Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00
Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30