Hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga í laxeldismálum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2017 22:30 Einn reyndasti laxeldismadur Færeyja segir margt að varast í greininni og hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga. En þeim hefur tekist að vinna færeyska eldislaxinum gott orðspor á alþjóða vísu. Færeyingar eru komnir mun lengra í laxeldi en við Íslendingar, en þeir hafa líka glímt við erfiðleika í gegnum tíðina. Þó hefur allt gegnið vel frá árinu 2006 eins og til dæmis hjá fyrirtækinu Hiddenfjord sem eru með kvíar í Hestfirði. Hiddenfjord framleiðir um 13 þúsund tonn af slátruðum laxi á ári sem er um 18 prósent af heildarframleiðslunni í Færeyjum en nálgast að vera svipað magn og framleitt er af eldislaxi á Íslandi. Atli Gregersen hefur mikla reynslu af laxeldi í sjó en fyrirtæki hans og bræðra hans hóf laxeldi árið 1982. En það hefur ýmislegt plagað færeysk laxeldisfyrirtæki í gegnum áratugina. „Já, við byrjuðum með allt of mörg fyrirtæki. Það voru um sextíu fyrirtæki í þeim tuttugu fjörðum sem eldi var leyft í. Það leiddi líka til ófriðar þar sem hver kenndi öðrum um það sem afvega fór og smit barst milli stofna fyrirtækjanna. Síðan var lögum breytt þannig að aðeins væri einn framleiðandi í hverjum firði. En áfram var fiskur allt árið um kring í hverjum firði þar til lögum var breytt árið 2003 þannig að í hverju sinni væri bara ein kynslóð af fiski í hverjum firði og þeir hvíldir milli kynslóða. Síðan þá hefur allt verið sólarmegin í Færeyjum.“Lögum og reglugerðum hefur verið breytt í gegnum árin til að stuðla að umhverfisvænni og skilvirkari framleiðslu. Fyrir árið 2006 voru allt upp í þrír framleiðendur í hverjum þeim tuttugu fjarða sem laxeldi er leyft í en eftir það má aðeins einn framleiðandi vera í hverjum firði. Og með því að hvíla firðina milli kynslóða hafi tekist að útrýma nær öllum sjúkdómum og standa alþjóðlega mjög vel að þessu leyti.Og í baráttunni við laxalúsina hefur ykkur borist liðsauki frá Íslandi?„Já, við fáum hrognkelsi frá Íslandi. Íslenska hrognkelsið er sólgið í færeysta laxalús. Þannig að það hefur gengið mjög vel,“ segir Atli. Mjög gott orð fer af færeyska laxinum á alþjóðamarkaði sem Færeyingar flytja út um allan heim en mest fer þó til Rússlands, eða um 48 prósent, og 35 prósent fara á Bandaríkjamarkað.Hvað viltu segja við þá sem hafa áhyggjur af umhverfinu varðandi laxeldi í íslenskum fjörðum?„Þá vill folk heldur ekki að búið sé í fjörðunum. Ef ekki má hafa athafnalíf á Vestfjörðum, hvernig á fólk að búa þar, myndi ég segja ef ég væri Vestfirðingur,“ segir Atli. Þess í stað eigi að setja strangar umhverfisreglur, til dæmis um að mjög reglulega fari fram lúsatalning hjá öllum ræktendum. Og í þeim heitu umræðum sem nú eiga sér stað vegna fiskeldis á Vestfjörðum er margt vitlausara sem Íslendingar geta gert en að hlusta á Færeyinga. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Einn reyndasti laxeldismadur Færeyja segir margt að varast í greininni og hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga. En þeim hefur tekist að vinna færeyska eldislaxinum gott orðspor á alþjóða vísu. Færeyingar eru komnir mun lengra í laxeldi en við Íslendingar, en þeir hafa líka glímt við erfiðleika í gegnum tíðina. Þó hefur allt gegnið vel frá árinu 2006 eins og til dæmis hjá fyrirtækinu Hiddenfjord sem eru með kvíar í Hestfirði. Hiddenfjord framleiðir um 13 þúsund tonn af slátruðum laxi á ári sem er um 18 prósent af heildarframleiðslunni í Færeyjum en nálgast að vera svipað magn og framleitt er af eldislaxi á Íslandi. Atli Gregersen hefur mikla reynslu af laxeldi í sjó en fyrirtæki hans og bræðra hans hóf laxeldi árið 1982. En það hefur ýmislegt plagað færeysk laxeldisfyrirtæki í gegnum áratugina. „Já, við byrjuðum með allt of mörg fyrirtæki. Það voru um sextíu fyrirtæki í þeim tuttugu fjörðum sem eldi var leyft í. Það leiddi líka til ófriðar þar sem hver kenndi öðrum um það sem afvega fór og smit barst milli stofna fyrirtækjanna. Síðan var lögum breytt þannig að aðeins væri einn framleiðandi í hverjum firði. En áfram var fiskur allt árið um kring í hverjum firði þar til lögum var breytt árið 2003 þannig að í hverju sinni væri bara ein kynslóð af fiski í hverjum firði og þeir hvíldir milli kynslóða. Síðan þá hefur allt verið sólarmegin í Færeyjum.“Lögum og reglugerðum hefur verið breytt í gegnum árin til að stuðla að umhverfisvænni og skilvirkari framleiðslu. Fyrir árið 2006 voru allt upp í þrír framleiðendur í hverjum þeim tuttugu fjarða sem laxeldi er leyft í en eftir það má aðeins einn framleiðandi vera í hverjum firði. Og með því að hvíla firðina milli kynslóða hafi tekist að útrýma nær öllum sjúkdómum og standa alþjóðlega mjög vel að þessu leyti.Og í baráttunni við laxalúsina hefur ykkur borist liðsauki frá Íslandi?„Já, við fáum hrognkelsi frá Íslandi. Íslenska hrognkelsið er sólgið í færeysta laxalús. Þannig að það hefur gengið mjög vel,“ segir Atli. Mjög gott orð fer af færeyska laxinum á alþjóðamarkaði sem Færeyingar flytja út um allan heim en mest fer þó til Rússlands, eða um 48 prósent, og 35 prósent fara á Bandaríkjamarkað.Hvað viltu segja við þá sem hafa áhyggjur af umhverfinu varðandi laxeldi í íslenskum fjörðum?„Þá vill folk heldur ekki að búið sé í fjörðunum. Ef ekki má hafa athafnalíf á Vestfjörðum, hvernig á fólk að búa þar, myndi ég segja ef ég væri Vestfirðingur,“ segir Atli. Þess í stað eigi að setja strangar umhverfisreglur, til dæmis um að mjög reglulega fari fram lúsatalning hjá öllum ræktendum. Og í þeim heitu umræðum sem nú eiga sér stað vegna fiskeldis á Vestfjörðum er margt vitlausara sem Íslendingar geta gert en að hlusta á Færeyinga.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira