Tryggvi um ESPN-fréttina og alla athyglina: Ég er bara rólegur yfir þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 19:00 Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. Tryggvi Snær er nýkominn heim eftir Evrópumót tuttugu ára liða þar sem hann var valinn í lið mótsins. Hann fær ekki mikla hvíld á milli landsliðsverkefna því nú er strákurinn að detta inn í undirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta. Riðill Íslands fer fram í Helsinki í Finnlandi og hefst í lok ágúst. Hörður Magnússon hitti Tryggva Snæ og landsliðsþjálfarann Craig Pedersen í dag en framundan eru tveir æfingalandsleikir við Belgíu hér á landi. Það verða einu leikirnir sem íslenska landsliðið spilar á Íslandi fyrir Evrópumótið. ESPN birti nýlega langa og ítarlega grein um Tryggva og velti fyrir sér möguleikum sveitastráksins frá Suður-Þingeyjarsýslu á að komast í NBA-deildina í framtíðinni. „Það er alltaf skemmtilegt að fá athyglina og ég talaði við þennan karl eftir Svíaleikinn. Hann sagði hvað vantaði í leikinn minn og það var margt sem ég veit af og er að vinna í. Það er samt gott að sjá önnur sjónarmið. Ég held samt bara áfram á sama róli og læt þetta ekki hafa svo mikil áhrif á mig,“ sagði Tryggvi. „Ég reyni að halda mér niðri á jörðinni eins lengi og ég get. Ég er bara rólegur yfir þessu og leiði þetta bara framhjá mér,“ sagði Tryggvi. Tryggvi fær frí frá verkefnum A-landsliðsins þessa vikuna. Hann verður á æfingunum en verður ekki í miklum átökum á þessum æfingum. „Ég tek þetta létt á æfingunum í örfáa daga. Ég mun reyna að ná kerfunum og vinna þetta upp sem ég er búinn að missa af. Það er fínt að taka því rólega í nokkra daga og taka síðan allt á fullu eftir það,“ sagði Tryggvi. Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen er virkilega ánægður með líkamlegt ástand manna á þessum tímapunkti. „Leikmennirnir komu aftur til æfinga í mjög góðu formi sem gerir það að verkum að við höfum getað verið á fullum krafti frá fyrstu æfingu. Við höfum því náð að gera mikið á þessum æfingum sem eru búnar. Þetta er búið að vera framúrskarandi,“ sagði Craig Pedersen. Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. Tryggvi Snær er nýkominn heim eftir Evrópumót tuttugu ára liða þar sem hann var valinn í lið mótsins. Hann fær ekki mikla hvíld á milli landsliðsverkefna því nú er strákurinn að detta inn í undirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta. Riðill Íslands fer fram í Helsinki í Finnlandi og hefst í lok ágúst. Hörður Magnússon hitti Tryggva Snæ og landsliðsþjálfarann Craig Pedersen í dag en framundan eru tveir æfingalandsleikir við Belgíu hér á landi. Það verða einu leikirnir sem íslenska landsliðið spilar á Íslandi fyrir Evrópumótið. ESPN birti nýlega langa og ítarlega grein um Tryggva og velti fyrir sér möguleikum sveitastráksins frá Suður-Þingeyjarsýslu á að komast í NBA-deildina í framtíðinni. „Það er alltaf skemmtilegt að fá athyglina og ég talaði við þennan karl eftir Svíaleikinn. Hann sagði hvað vantaði í leikinn minn og það var margt sem ég veit af og er að vinna í. Það er samt gott að sjá önnur sjónarmið. Ég held samt bara áfram á sama róli og læt þetta ekki hafa svo mikil áhrif á mig,“ sagði Tryggvi. „Ég reyni að halda mér niðri á jörðinni eins lengi og ég get. Ég er bara rólegur yfir þessu og leiði þetta bara framhjá mér,“ sagði Tryggvi. Tryggvi fær frí frá verkefnum A-landsliðsins þessa vikuna. Hann verður á æfingunum en verður ekki í miklum átökum á þessum æfingum. „Ég tek þetta létt á æfingunum í örfáa daga. Ég mun reyna að ná kerfunum og vinna þetta upp sem ég er búinn að missa af. Það er fínt að taka því rólega í nokkra daga og taka síðan allt á fullu eftir það,“ sagði Tryggvi. Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen er virkilega ánægður með líkamlegt ástand manna á þessum tímapunkti. „Leikmennirnir komu aftur til æfinga í mjög góðu formi sem gerir það að verkum að við höfum getað verið á fullum krafti frá fyrstu æfingu. Við höfum því náð að gera mikið á þessum æfingum sem eru búnar. Þetta er búið að vera framúrskarandi,“ sagði Craig Pedersen. Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira