Núllstilling eftir ofhitnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júlí 2017 20:30 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins. Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við fyrri mánuði. Rétt er að taka fram að rólegur tími í viðskiptum er að nálgast en þetta eru þó rólegustu tölur síðustu tveggja ára. Verð á sérbýli hækkaði um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði hins vegar um 0,2%. Sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir þróunina athyglisverða. „Þetta er fyrsta merki um að eitthvað sé að lækka í langan, langan tíma. Í fyrsta skipti í tvö ár sem það er svona lítil hækkun og í fyrsta skipti í tvö ár sem fjölbýli lækkar í verði," segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Tölur sýna að auglýstum fasteignum hefur fjölgað aðeins á allra síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lágmarki í vor. Auk þess hefur sölutími íbúða lengst nokkuð eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki á fyrstu mánuðum ársins. „Þetta eru smá vísbendingar um að eitthvað kunni að vera breytast," segir Ari. „Hvort við séum búin að ná botni og að við séum að fara aftur í hina áttina. Það er erfitt að segja." Hann bendir einnig á að mikil byggingastarfsemi hafi verið undanfarið þar sem hagstætt hefur verið að byggja. „Árangurinn af því fer smám saman að koma inn á markaðinn og er örugglega farið að koma inn nú þegar þannig að það bætir nú við framboðið." Breytingar virðast þannig vera í kortunum en tuttugu prósenta verðhækkunin sem hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir á þessu ári er að miklu leyti þegar komin fram. Er nú spáð mun hægari takti á næstu tveimur árum, eða átta prósent hækkun.Færast í eðlilegra horf Formaður félags fasteignasala segir sumarið vanalega vera rólegan tíma. Hins vegar hafi síðustu mánuðir verið rólegri en við var að búast. „Eftir páska ofhitnaði markaðurinn aðeins og verðin voru orðin mjög há. Hækkanir hafa verið mjög hraðar síðustu 12 mánuðina, þannig það hægði aðeins á. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að fá núllstillingu á markaðinn aftur," segir Kjartan Hallgeirsson, formaður félags Fasteignasala. Hann segir breytingarnar frá vorinu nokkuð miklar þegar mikið kapphlaup var á markaðnum og algengt var að eignir seldust umsvifalaust og eftir aðeins eina stutta skoðun. „Ég held að þetta sé að færast í aðeins eðlilegra horf. Það er ekkert óeðlilegt við það að það taki nokkrar vikur að selja fasteign. Það er bara eðlilegur tími," segir Kjartan. Hann segir seljendur ekki hafa farið varhluta af umræðunni um miklar verðhækkanir. Undanfarið hafi margir búist við hærra verði en kaupendur séu tilbúnir að borga. Eignirnar hafi því staðnað á sölu ef verðið var ekki lækkað. „Auðvitað gerist það svolítið að þegar það eru svona hraðar hækkanir að einhverjar eignir hafa verið verðlagðar yfir markaðinn og búist við hærra verði en markaðurinn var tilbúinn að borga. En þess háttar réttir sig alltaf af," segir Kjartan. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins. Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við fyrri mánuði. Rétt er að taka fram að rólegur tími í viðskiptum er að nálgast en þetta eru þó rólegustu tölur síðustu tveggja ára. Verð á sérbýli hækkaði um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði hins vegar um 0,2%. Sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir þróunina athyglisverða. „Þetta er fyrsta merki um að eitthvað sé að lækka í langan, langan tíma. Í fyrsta skipti í tvö ár sem það er svona lítil hækkun og í fyrsta skipti í tvö ár sem fjölbýli lækkar í verði," segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Tölur sýna að auglýstum fasteignum hefur fjölgað aðeins á allra síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lágmarki í vor. Auk þess hefur sölutími íbúða lengst nokkuð eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki á fyrstu mánuðum ársins. „Þetta eru smá vísbendingar um að eitthvað kunni að vera breytast," segir Ari. „Hvort við séum búin að ná botni og að við séum að fara aftur í hina áttina. Það er erfitt að segja." Hann bendir einnig á að mikil byggingastarfsemi hafi verið undanfarið þar sem hagstætt hefur verið að byggja. „Árangurinn af því fer smám saman að koma inn á markaðinn og er örugglega farið að koma inn nú þegar þannig að það bætir nú við framboðið." Breytingar virðast þannig vera í kortunum en tuttugu prósenta verðhækkunin sem hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir á þessu ári er að miklu leyti þegar komin fram. Er nú spáð mun hægari takti á næstu tveimur árum, eða átta prósent hækkun.Færast í eðlilegra horf Formaður félags fasteignasala segir sumarið vanalega vera rólegan tíma. Hins vegar hafi síðustu mánuðir verið rólegri en við var að búast. „Eftir páska ofhitnaði markaðurinn aðeins og verðin voru orðin mjög há. Hækkanir hafa verið mjög hraðar síðustu 12 mánuðina, þannig það hægði aðeins á. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að fá núllstillingu á markaðinn aftur," segir Kjartan Hallgeirsson, formaður félags Fasteignasala. Hann segir breytingarnar frá vorinu nokkuð miklar þegar mikið kapphlaup var á markaðnum og algengt var að eignir seldust umsvifalaust og eftir aðeins eina stutta skoðun. „Ég held að þetta sé að færast í aðeins eðlilegra horf. Það er ekkert óeðlilegt við það að það taki nokkrar vikur að selja fasteign. Það er bara eðlilegur tími," segir Kjartan. Hann segir seljendur ekki hafa farið varhluta af umræðunni um miklar verðhækkanir. Undanfarið hafi margir búist við hærra verði en kaupendur séu tilbúnir að borga. Eignirnar hafi því staðnað á sölu ef verðið var ekki lækkað. „Auðvitað gerist það svolítið að þegar það eru svona hraðar hækkanir að einhverjar eignir hafa verið verðlagðar yfir markaðinn og búist við hærra verði en markaðurinn var tilbúinn að borga. En þess háttar réttir sig alltaf af," segir Kjartan.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira