Svikasímtalið kostaði um 200 krónur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júlí 2017 20:00 Fólk getur setið uppi með háan reikning láti það blekkjast af símaóværu líkt og þeirri sem herjaði á landsmenn í gærkvöld og í morgun. Lögregla bendir fólki á að svara ekki óþekktum númerum. Lögreglu hafa borist fjölmargar tilkynningar vegna símtala úr erlendu númeri í gær og í dag. Hringt var í hvert símanúmer í nokkrar sekúndur áður en skellt var á. Ekki liggur fyrir hvaðan var hringt en landsnúmerið sem birtist á skjánum skiptir engu máli þar sem tölvan sem notuð er til svikanna getur verið á öðrum stað en svikarinn sjálfur. Símaóværa sem þessu verður sífellt algengari en að sögn lögreglu hafa engar tilkynningar um fjártjón borist. Ýmsar leiðir eru þó færar við svikin og er þetta algengt í nágrannalöndum. „Þá voru svona innhringisvik mjög tíð og þá er hringt í viðkomandi og skellt á. Ef viðkomandi hringdi til baka var hann kominn í samband við einhvers konar símþjónustu með hátt símgjald," segir Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Þó að upphæðirnar séu ekki háar getur verið eftir nokkru að slægjast þegar umfang símasvindlsins er mikið. Ef ég fengi eina krónu frá hverjum Íslending er það ágætis upphæð í heildina en hver og einn verður ekki fyrir miklu fjártjóni. Hún hvetur fólk til þess að svara ekki ókunnugum númerum og horfa gagnrýnum augum á hringilistann sinn. Búið er að loka fyrir hringingar úr símanúmerunum sem herjuðu á Íslendinga en markaðsstjóri Vodafone segir símtalið ekki hafa verið dýrt í þetta skiptið. „Ef við tökum bara meðalfjölda þeirra sem hringja til baka að þá er meðalkostnaðurinn í kringum 200 krónur á hvern viðskiptavin," segir Bára Mjöll Þórðardóttir, markaðsstjóri Vodafone. Upphæðirnar geta þó alltaf verið hærri og situr viðskiptavinurinn oftast uppi með kostnaðinn ef svikarinn er ekki sóttur til saka. „Þetta er kostnaður sem stofnast klárlega af því að þú tekur upp símann og hringir. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um að vera ekki að hringja í erlend númer sem þú þekkir ekki," segir Bára.En hvernig komast brotamenn yfir símanúmerin? „Allar svona upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar þannig þeir geta nálgast þau þar," segir Bára. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fólk getur setið uppi með háan reikning láti það blekkjast af símaóværu líkt og þeirri sem herjaði á landsmenn í gærkvöld og í morgun. Lögregla bendir fólki á að svara ekki óþekktum númerum. Lögreglu hafa borist fjölmargar tilkynningar vegna símtala úr erlendu númeri í gær og í dag. Hringt var í hvert símanúmer í nokkrar sekúndur áður en skellt var á. Ekki liggur fyrir hvaðan var hringt en landsnúmerið sem birtist á skjánum skiptir engu máli þar sem tölvan sem notuð er til svikanna getur verið á öðrum stað en svikarinn sjálfur. Símaóværa sem þessu verður sífellt algengari en að sögn lögreglu hafa engar tilkynningar um fjártjón borist. Ýmsar leiðir eru þó færar við svikin og er þetta algengt í nágrannalöndum. „Þá voru svona innhringisvik mjög tíð og þá er hringt í viðkomandi og skellt á. Ef viðkomandi hringdi til baka var hann kominn í samband við einhvers konar símþjónustu með hátt símgjald," segir Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Þó að upphæðirnar séu ekki háar getur verið eftir nokkru að slægjast þegar umfang símasvindlsins er mikið. Ef ég fengi eina krónu frá hverjum Íslending er það ágætis upphæð í heildina en hver og einn verður ekki fyrir miklu fjártjóni. Hún hvetur fólk til þess að svara ekki ókunnugum númerum og horfa gagnrýnum augum á hringilistann sinn. Búið er að loka fyrir hringingar úr símanúmerunum sem herjuðu á Íslendinga en markaðsstjóri Vodafone segir símtalið ekki hafa verið dýrt í þetta skiptið. „Ef við tökum bara meðalfjölda þeirra sem hringja til baka að þá er meðalkostnaðurinn í kringum 200 krónur á hvern viðskiptavin," segir Bára Mjöll Þórðardóttir, markaðsstjóri Vodafone. Upphæðirnar geta þó alltaf verið hærri og situr viðskiptavinurinn oftast uppi með kostnaðinn ef svikarinn er ekki sóttur til saka. „Þetta er kostnaður sem stofnast klárlega af því að þú tekur upp símann og hringir. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um að vera ekki að hringja í erlend númer sem þú þekkir ekki," segir Bára.En hvernig komast brotamenn yfir símanúmerin? „Allar svona upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar þannig þeir geta nálgast þau þar," segir Bára.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira