Logi var í mörg ár atvinnumaður í handbolta og starfar í dag sem einkaþjálfari. Ingibjörg lék körfubolta í mörg ár suður með sjó og það með frábærum árangri. Hún varð meðan annars Íslandsmeistari.
Eignin er 165 fermetrar og eru þrjú svefnherbergi inni í íbúðinni. Ásett verð er 41,9 milljónir króna en fasteignamatið er 19,9 milljónir.
Um er að ræða nýuppgerða, opna og skemmtilega sérhæð með sérinngangi ásamt rúmlega 40 fermetra bílskúr.
Logi og Ingibjörg hafa greinilega komið sér vel fyrir í íbúðinni eins og sjá má hér að neðan en saman eiga þau tvö börn. Ingibjörg og Logi greina frá því að íbúðin sé til sölu á Facebook.






