Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 23. júlí 2017 18:47 Á myndinni má sjá London City Airport sem staðsettur 12 km frá miðpunkti Lúndúna, Westminster. Þarna má einnig sjá hvar Reykjavíkurflugvöllur væri staðsettur í London miðað við 1,3 km frá miðpunkti. Björn og Andri Björn Teitsson, formaður samtaka um bíllausan lífsstíl og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, arkitekt, eru ekki sáttir með hugmyndir Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra og Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Isavia, um að auka við millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Létu þeir Björn og Andri skoðun sína á málinu í ljós í færslu á Facebook sem inniheldur meðal annars skýringarmyndir um raunverulega staðsetningu flugvallarins í London. „Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn í samtali við Vísi.Ef London City Airport væri í Reykjavík væri hann norðaustan við Úlfarsfell, miðað við 12 km fjarlægð frá listaverkinu Miðja Reykjavíkur eftir Kristinn E. HrafnssonBjörn og AndriHugmynd ráðherrans og Karls felst í því að flogið yrði frá London City Airport til Reykjavíkur með það meðal annars að markmiði að létta undir álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2.Byggt á veikum grunni Björn segir hugmyndir forstjóra Isavia og ráðherra vera byggða á veikum grunni. Mikill munur sé á þessum tveimur flugvöllum. Meðal annars sé London City Airport einnar brautar völlur þar sem aðkoma er alltaf yfir ánni. „Í kjölfarið æstust upp nokkrir karlmenn, sem vildu nota þessa frétt sem rök fyrir því að aukið millilandaflug væri einnig æskilegt á Reykjavíkurflugvelli. Burtséð frá augljósum reginmun á stórborginni Lundúnum og Reykjavík, þá er rétt að taka fram að London City Airport er alls ekki í "miðborg" Lundúna,“ segir í færslunni. Benda þeir á að London City Airport er í raun 12 kílómetra frá miðpunkti London sé hann miðaður við Westminster. Hann sé því alls ekki inn í miðborg London. Þá benda þeir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur er aðeins 1,3 km frá miðpunkti Reykjavíkur sé hann miðaður við listaverkið "Miðja Reykjavíkur" eftir Kristinn E. Hrafnsson, sem er á mótum Aðalstrætis og Vesturgötu. Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Björn Teitsson, formaður samtaka um bíllausan lífsstíl og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, arkitekt, eru ekki sáttir með hugmyndir Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra og Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Isavia, um að auka við millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Létu þeir Björn og Andri skoðun sína á málinu í ljós í færslu á Facebook sem inniheldur meðal annars skýringarmyndir um raunverulega staðsetningu flugvallarins í London. „Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn í samtali við Vísi.Ef London City Airport væri í Reykjavík væri hann norðaustan við Úlfarsfell, miðað við 12 km fjarlægð frá listaverkinu Miðja Reykjavíkur eftir Kristinn E. HrafnssonBjörn og AndriHugmynd ráðherrans og Karls felst í því að flogið yrði frá London City Airport til Reykjavíkur með það meðal annars að markmiði að létta undir álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2.Byggt á veikum grunni Björn segir hugmyndir forstjóra Isavia og ráðherra vera byggða á veikum grunni. Mikill munur sé á þessum tveimur flugvöllum. Meðal annars sé London City Airport einnar brautar völlur þar sem aðkoma er alltaf yfir ánni. „Í kjölfarið æstust upp nokkrir karlmenn, sem vildu nota þessa frétt sem rök fyrir því að aukið millilandaflug væri einnig æskilegt á Reykjavíkurflugvelli. Burtséð frá augljósum reginmun á stórborginni Lundúnum og Reykjavík, þá er rétt að taka fram að London City Airport er alls ekki í "miðborg" Lundúna,“ segir í færslunni. Benda þeir á að London City Airport er í raun 12 kílómetra frá miðpunkti London sé hann miðaður við Westminster. Hann sé því alls ekki inn í miðborg London. Þá benda þeir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur er aðeins 1,3 km frá miðpunkti Reykjavíkur sé hann miðaður við listaverkið "Miðja Reykjavíkur" eftir Kristinn E. Hrafnsson, sem er á mótum Aðalstrætis og Vesturgötu.
Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00