Golf

Þú ert Rory McIlroy, hvað ertu að gera?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rory með kylfusveininum í gær. Sá reyndist drjúgur.
Rory með kylfusveininum í gær. Sá reyndist drjúgur. vísir/getty
Kylfusveinn Rory McIlroy reif hann upp á afturendanum í gær eftir hörmulega byrjun á Opna breska meistaramótinu.

Rory fékk fimm skolla á fyrstu sex holunum og var í tómu tjóni. Hann nældi aftur á móti í fjóra fugla á seinni níu holunum og kom í hús á 71 höggi eða einu höggi yfir pari.

Það var í raun ekki fyrr en kylfusveinn hans, JP Fitzgerald, tók hann í gegn sem Norður-Írinn vaknaði til lífsins.

„Þú ert Rory McIlroy, hvað ertu að gera?“ sagði hann við mig á sjötta teig greindi Rory frá.

Kappinn er farinn af stað í dag og er þegar á einu höggi undir pari í dag. Með sama áframhaldi gæti hann blandað sér í pakkann í efri hlutanum.

Matt Kuchar, Jordan Spieth og Brooks Koepka voru allir efstir eftir fyrsta daginn á fimm höggum undir pari. Aðeins Kuchar er farinn af stað og hann er með eins höggs forskot eins og staðan er núna.

Mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×