Leit við Gullfoss: Rannsaka málið sem slys Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. júlí 2017 17:01 Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum. vísir/magnús hlynur Lögreglan á Selfossi rannsakar mál mannsins sem féll í Gullfoss í gær sem slys þar sem ekkert saknæmt sé við málið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að maðurinn væri hælisleitandi. „Við vitum hvaðan hann er, en við erum ekki búnir að ná endanlegu sambandi við fólkið hans og við eiginlega gáfum vinum hans hér á landi það loforð að við færum hvorki með þjóðerni né nafn fyrr en það væri allt komið á hreint,“ segir Sveinn.Búnir að taka skýrslu af vinum mannsins Lögreglan hefur tekið skýrslu af fjórum vinum mannsins en maðurinn, sem leitað er að, fékk bíl að láni frá þeim. Bíllinn fannst á bílastæði á svæðinu og var tekinn til rannsóknar. Ekki er búið að yfirheyra eða taka skýrslu af fleirum. Ekki verður aukið við leitina en búist er við að leit verði haldið áfram seinni part dags, svo verði staðan á málunum tekin. Þá komi þyrla aftur á svæðið og aðstoði við leitina. Lagt hefur verið net að brú sem er nokkrum kílómetrum frá fossinum. Vonast er til þess að netið grípi manninn. Aðspurður hvort þeir hafi von um að finna manninn svarar Sveinn að það sé erfitt að segja og nefnir að vatnið sé mjög straumþungt. „Hvað hann var að gera úti í ánni, hvort hann var að leika sér eða ögra sér veit enginn. Hann gæti hafa farið þarna út í einhverjum ævintýraleik og misst fótanna bara, það er ómögulegt að segja til um það,“ segir Sveinn.Ekki fyrsta slysið Sveinn segir að þetta sé ekki fyrsta slysið sem hafi orðið við Gullfoss. Þeir nýti sér þekkingu frá fyrri slysum þegar þeir leiti að manninum. „Við vitum um tvö slys þar sem áin hefur ekki skilað af sér og svo líka slys þar sem áin hefur skilað af sér eftir níu mánuði en það er allur gangur á þessu. Þetta er náttúrulega inn í gljúfri þar sem jökuláin rennur og hún er náttúrulega að grafa sig inn í bergið og býr til hella. Þetta er mjög erfitt leitarsvæði,“ segir Sveinn og nefnir að tíminn verði að leiða þetta í ljós.TF-GNA var send af stað á fjórða tímanum í dag til aðstoðar við leitina að manninum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonUppfært kl. 17:28: TF-GNA aðstoðar við leitinaÞyrla landhelgisgæslunnar, TF-GNA, aðstoðar nú við leitina að manninum. Þyrlan fór í loftið klukkan 15:38 nú síðdegis í dag. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð gæslunnar hafi borist beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um aðstoð þyrlu vegna leitar að manninum sem féll í Gullfoss. TF-GNA var send af stað og hefur nú flogið nokkrum sinnum upp og niður með leitarsvæðinu í Hvítá. Þyrlan var enn á vettvangi á sjötta tímanum í dag. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21 Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Lögreglan á Selfossi rannsakar mál mannsins sem féll í Gullfoss í gær sem slys þar sem ekkert saknæmt sé við málið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að maðurinn væri hælisleitandi. „Við vitum hvaðan hann er, en við erum ekki búnir að ná endanlegu sambandi við fólkið hans og við eiginlega gáfum vinum hans hér á landi það loforð að við færum hvorki með þjóðerni né nafn fyrr en það væri allt komið á hreint,“ segir Sveinn.Búnir að taka skýrslu af vinum mannsins Lögreglan hefur tekið skýrslu af fjórum vinum mannsins en maðurinn, sem leitað er að, fékk bíl að láni frá þeim. Bíllinn fannst á bílastæði á svæðinu og var tekinn til rannsóknar. Ekki er búið að yfirheyra eða taka skýrslu af fleirum. Ekki verður aukið við leitina en búist er við að leit verði haldið áfram seinni part dags, svo verði staðan á málunum tekin. Þá komi þyrla aftur á svæðið og aðstoði við leitina. Lagt hefur verið net að brú sem er nokkrum kílómetrum frá fossinum. Vonast er til þess að netið grípi manninn. Aðspurður hvort þeir hafi von um að finna manninn svarar Sveinn að það sé erfitt að segja og nefnir að vatnið sé mjög straumþungt. „Hvað hann var að gera úti í ánni, hvort hann var að leika sér eða ögra sér veit enginn. Hann gæti hafa farið þarna út í einhverjum ævintýraleik og misst fótanna bara, það er ómögulegt að segja til um það,“ segir Sveinn.Ekki fyrsta slysið Sveinn segir að þetta sé ekki fyrsta slysið sem hafi orðið við Gullfoss. Þeir nýti sér þekkingu frá fyrri slysum þegar þeir leiti að manninum. „Við vitum um tvö slys þar sem áin hefur ekki skilað af sér og svo líka slys þar sem áin hefur skilað af sér eftir níu mánuði en það er allur gangur á þessu. Þetta er náttúrulega inn í gljúfri þar sem jökuláin rennur og hún er náttúrulega að grafa sig inn í bergið og býr til hella. Þetta er mjög erfitt leitarsvæði,“ segir Sveinn og nefnir að tíminn verði að leiða þetta í ljós.TF-GNA var send af stað á fjórða tímanum í dag til aðstoðar við leitina að manninum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonUppfært kl. 17:28: TF-GNA aðstoðar við leitinaÞyrla landhelgisgæslunnar, TF-GNA, aðstoðar nú við leitina að manninum. Þyrlan fór í loftið klukkan 15:38 nú síðdegis í dag. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð gæslunnar hafi borist beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um aðstoð þyrlu vegna leitar að manninum sem féll í Gullfoss. TF-GNA var send af stað og hefur nú flogið nokkrum sinnum upp og niður með leitarsvæðinu í Hvítá. Þyrlan var enn á vettvangi á sjötta tímanum í dag.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21 Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21
Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05
Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48