Erlent

Níu hermenn létu lífið í Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa um 10 þúsund manns fallið í átökum aðskilnaðarsinna og stjórnarhers Úkraínu frá árinu 2014.
Alls hafa um 10 þúsund manns fallið í átökum aðskilnaðarsinna og stjórnarhers Úkraínu frá árinu 2014. Vísir/AFP
Sex úkraínskir hermenn hafa látið lífið í bardögum við aðskilnaðarsinna á bandi Rússlandsstjórnar í austurhluta Úkraínu. Þá létust þrír til viðbótar þegar bíl þeirra var ekið á jarðsprengju norðvestur af borginni Luhansk sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna.

Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði og koma einungis nokkrum dögum eftir að einn leiðtoga aðskilnaðarsinna lýsti yfir stofnun ríkisins „Litla-Rússlands“. Úkraínsk stjórnvöld segja yfirlýsinguna stofna friðarferlinu á svæðinu í hættu.

Alls hafa um 10 þúsund manns fallið í átökum aðskilnaðarsinna og stjórnarhers Úkraínu frá árinu 2014.

Friðarsamkomulag var undirritað af leiðtogum Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands í hvít-rússnesku höfuðborginni Minsk árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×