Aflahæstu árnar flestar yfir veiðinni í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 20. júlí 2017 13:13 Mynd: Árni Baldursson FB Nýjar vikutölur frá Landssambandi Veiðifélaga voru birtar í gærkvöldi og á þeim má sjá að heilt yfir gengur veiðin víða ágætlega og er yfir veiðitölum sama dags í fyrra. Þverá og Kjarrá eru eins og í síðustu viku hæstar á listanum með 1238 laxa og þar á eftir kemur Miðfjarðará með 1202 laxa. Norðurá hefur skilað 966 löxum og Ytri Rangá 902 en þar eru loksins komnar hressilegar göngur. Blanda er svo í fimmta sæti með 745 laxa. Vikuveiðin í ánum sem eru efstar er góð en síðasta vika í Þverá og Kjarrá skilaði 237 löxum á land og er veiðin nú 85 löxum meiri en á sama tíma í fyrra. Vikuveiðin í Norðurá var 172 laxar og er heildarveiðin þá orðin 86 meiri en í fyrra. Aðrar ár með vikuveiði nálægt og yfir 200 löxum voru Langá með 199 laxa og Blanda með 231 lax. Vikuveiðin í öðrum ám var minni. Í samanburðartölum virðist þetta sumar stefna í að verða yfir meðallagi í ánum á vesturlandi en það er ennþá of snemmt að segja um hvernig þetta lítur út í ánum fyrir norðan en þær fá flestar sínar smálaxagöngur á næsta straum með einhverjum undantekningum þó. Vatnið í ánum á vesturlandi er mjög gott og með reglulegri vætutíð það sem eftir lifir sumars tryggir væntanlega að það verði ekki jafn miklir þurrkar og í fyrra þegar árnar voru margar hverjar í minnsta vatni sem þær hafa verið í í 10 ár. Næsti stórstraumur er 24. júlí og með honum koma síðustu stóru göngurnar í árnar á vesturlandi og það er beðið eftir þeim með nokkurri eftirvæntingu. Sérstaklega má nefna sem dæmi Hítará en þar hefur vantað allann kraft í göngurnar þó svo að nokkuð af laxi sé gengið en það hefur lítið bólað á fallegum torfum sem setjast síðan í Breiðuna og sýna sig gjarnan mikið. Heildarlistinn yfir aflahæstu árnar er í heild sinni inná www.angling.is Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði
Nýjar vikutölur frá Landssambandi Veiðifélaga voru birtar í gærkvöldi og á þeim má sjá að heilt yfir gengur veiðin víða ágætlega og er yfir veiðitölum sama dags í fyrra. Þverá og Kjarrá eru eins og í síðustu viku hæstar á listanum með 1238 laxa og þar á eftir kemur Miðfjarðará með 1202 laxa. Norðurá hefur skilað 966 löxum og Ytri Rangá 902 en þar eru loksins komnar hressilegar göngur. Blanda er svo í fimmta sæti með 745 laxa. Vikuveiðin í ánum sem eru efstar er góð en síðasta vika í Þverá og Kjarrá skilaði 237 löxum á land og er veiðin nú 85 löxum meiri en á sama tíma í fyrra. Vikuveiðin í Norðurá var 172 laxar og er heildarveiðin þá orðin 86 meiri en í fyrra. Aðrar ár með vikuveiði nálægt og yfir 200 löxum voru Langá með 199 laxa og Blanda með 231 lax. Vikuveiðin í öðrum ám var minni. Í samanburðartölum virðist þetta sumar stefna í að verða yfir meðallagi í ánum á vesturlandi en það er ennþá of snemmt að segja um hvernig þetta lítur út í ánum fyrir norðan en þær fá flestar sínar smálaxagöngur á næsta straum með einhverjum undantekningum þó. Vatnið í ánum á vesturlandi er mjög gott og með reglulegri vætutíð það sem eftir lifir sumars tryggir væntanlega að það verði ekki jafn miklir þurrkar og í fyrra þegar árnar voru margar hverjar í minnsta vatni sem þær hafa verið í í 10 ár. Næsti stórstraumur er 24. júlí og með honum koma síðustu stóru göngurnar í árnar á vesturlandi og það er beðið eftir þeim með nokkurri eftirvæntingu. Sérstaklega má nefna sem dæmi Hítará en þar hefur vantað allann kraft í göngurnar þó svo að nokkuð af laxi sé gengið en það hefur lítið bólað á fallegum torfum sem setjast síðan í Breiðuna og sýna sig gjarnan mikið. Heildarlistinn yfir aflahæstu árnar er í heild sinni inná www.angling.is
Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði