Innlent

Leit hætt að manninum sem féll í Gullfoss

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá aðgerðum í kvöld en leitin var afar umfangsmikil.
Frá aðgerðum í kvöld en leitin var afar umfangsmikil. vísir/mhh
Leit að manni sem féll í Gullfoss skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis í gær, miðvikudag, hefur verið hætt í bili að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Sjónpóstur verður þó á ánni í nótt og leit mun svo hefjast aftur í fyrramálið á milli klukkan 9 og 10. 

Hátt í 200 björgunarsveitarmenn af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í umfangsmikilli leit að manninum í kvöld en án árangurs. Notast var við þyrlu Landhelgisgæslunnar, bíla, báta, kafbáta, dróna og annars konar búnað við leitina. 

Þá voru bílar á svæðinu kannaðir og út frá þeirri skoðun telur lögreglan sig hafa vísbendingar um hver maðurinn er. Ekkert er þó staðfest í þeim efnum og vildi Sveinn Rúnar ekki fara nánar út í það í samtali við blaðamann nú skömmu fyrir klukkan hálfeitt.  


Tengdar fréttir

Maður féll í Gullfoss

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×