Færeyski landsliðsmaðurinn Rene Shaki Joensen hefur skrifað undir þriggja mánaða samning við Grindavík.
Þetta staðfesti Joensen í samtali við færeyska Kringvarpið.
Joensen, sem er 24 ára gamall miðjumaður, var síðast á mála hjá Vensyssel í Danmörku.
Hann hóf ferilinn hjá Bröndby en fór til HB Tórshöfn árið 2014. Ári síðar fór Joensen svo til Vendsyssel og lék með liðinu þar til í byrjun þessa mánaðar.
Joensen hefur leikið 11 landsleiki fyrir Færeyjar.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem Grindavík fær í félagaskiptaglugganum sem lokar í dag. Áður voru þeir Edu Cruz og Simon Smidt komnir.
Grindavík fær færeyskan landsliðsmann
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn




Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn


Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti

Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
