Rúnar Páll: Mér fannst þetta galið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2017 20:27 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Eyþór Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með dómara leiksins þegar ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deildnni í dag. Stjörnumenn jöfnuðu metin manni færri og Rúnar Páll var sáttur við að fá eitthvað út úr leiknum úr því sem komið var. „Að spila einum færri í stöðunni 2-1, í 40 mínútur. Miðað við það þá erum við sáttir með þetta stig og virðum það en við komum hingað til að sækja þrjú stig,“ sagði Rúnar Páll í viðtali við Gabríel Sighvatsson, blaðamann Vísis eftir leikinn. „Það var gríðarlegur kraftur í mínum leikmönnum og þeir sýndu mikinn vilja að jafna og reyna að klára leikinn þrátt fyrir að vera einum færri. Það munaði ekki miklu að við hefðum unnið þennan leik,“ sagði Rúnar Páll Rúnar Páll var allt annað en sammála rauða spjaldinu sem Eyjólfur Héðinsson fékk í leiknum. „Hann dettur á boltann og þeir komast samt einir í gegn. Ég veit ekki alveg hvaða hagnaður það var. Þegar menn detta á boltann, ekki viljandi, hann greip ekkert utan um boltann og reyndi að stoppa hann. Mér fannst þetta galið, persónulega. Þetta var ekkert eini dómurinn í kvöld sem hallaði á okkur fannst mér," sagði Rúnar Páll. Honum fannst dómgæslan í heild sinni ekki góð í leiknum. „Slök í einu orði sagt. Hann hleypti leiknum upp í eitthvað rugl frá fyrstu mínútu. Þetta var harður leikur og mikið af tæklingum og grófum brotum hjá báðum liðum. Hann hleypti þessu upp í einhverja helvítis vitleysu frá fyrstu mínútu," sagði Rúnar Páll. „Við reyndum bara að fá þrjú stig í dag og það gekk ekki upp. Ég get ekki velt möguleikunum fyrir mér fyrr en ég veit hvernig staðan fer í hinum leikjunum, það kemur bara í ljós.“ sagði Rúnar Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 2-2 | Allt á öðrum endanum í Eyjum ÍBV og Stjarnan skildu jöfn í ansi fjörugum leik í Eyjum í dag þar sem fjögur mörk voru skoruð, rautt spjald fór á loft og þrjú víti voru dæmd. Lokatölur urðu 2-2. 30. júlí 2017 20:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með dómara leiksins þegar ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deildnni í dag. Stjörnumenn jöfnuðu metin manni færri og Rúnar Páll var sáttur við að fá eitthvað út úr leiknum úr því sem komið var. „Að spila einum færri í stöðunni 2-1, í 40 mínútur. Miðað við það þá erum við sáttir með þetta stig og virðum það en við komum hingað til að sækja þrjú stig,“ sagði Rúnar Páll í viðtali við Gabríel Sighvatsson, blaðamann Vísis eftir leikinn. „Það var gríðarlegur kraftur í mínum leikmönnum og þeir sýndu mikinn vilja að jafna og reyna að klára leikinn þrátt fyrir að vera einum færri. Það munaði ekki miklu að við hefðum unnið þennan leik,“ sagði Rúnar Páll Rúnar Páll var allt annað en sammála rauða spjaldinu sem Eyjólfur Héðinsson fékk í leiknum. „Hann dettur á boltann og þeir komast samt einir í gegn. Ég veit ekki alveg hvaða hagnaður það var. Þegar menn detta á boltann, ekki viljandi, hann greip ekkert utan um boltann og reyndi að stoppa hann. Mér fannst þetta galið, persónulega. Þetta var ekkert eini dómurinn í kvöld sem hallaði á okkur fannst mér," sagði Rúnar Páll. Honum fannst dómgæslan í heild sinni ekki góð í leiknum. „Slök í einu orði sagt. Hann hleypti leiknum upp í eitthvað rugl frá fyrstu mínútu. Þetta var harður leikur og mikið af tæklingum og grófum brotum hjá báðum liðum. Hann hleypti þessu upp í einhverja helvítis vitleysu frá fyrstu mínútu," sagði Rúnar Páll. „Við reyndum bara að fá þrjú stig í dag og það gekk ekki upp. Ég get ekki velt möguleikunum fyrir mér fyrr en ég veit hvernig staðan fer í hinum leikjunum, það kemur bara í ljós.“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 2-2 | Allt á öðrum endanum í Eyjum ÍBV og Stjarnan skildu jöfn í ansi fjörugum leik í Eyjum í dag þar sem fjögur mörk voru skoruð, rautt spjald fór á loft og þrjú víti voru dæmd. Lokatölur urðu 2-2. 30. júlí 2017 20:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 2-2 | Allt á öðrum endanum í Eyjum ÍBV og Stjarnan skildu jöfn í ansi fjörugum leik í Eyjum í dag þar sem fjögur mörk voru skoruð, rautt spjald fór á loft og þrjú víti voru dæmd. Lokatölur urðu 2-2. 30. júlí 2017 20:00