Jónína segir hana og Jóhönnu eiga brautryðjendum mikið að þakka Heimir Már Pétursson skrifar 30. júlí 2017 19:30 Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir í Færeyjum. Vísir/Sindri Reyr Jónína Leósdóttir rithöfundur og eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra segir þær eiga brautryðjendum í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra mikið að þakka. Það búi ekki allir við jafn góða stöðu og Íslendingar og því sé gaman að geta farið með Jóhönnu um heiminn og sagt sögu þeirra. Uppi varð fótur og fit í færeyskum og íslenskum fjölmiðlum þegar færeyski þingmaðurinn Jenis av Rana neitaði að mæta í heiðurskvöldverð lögmanns Færeyja fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og Jónínu Leósdóttur eiginkonu hennar í opinberri heimsókn þeirra til Færeyja í nóvember 2010. Það spillti þó ekki heimsókn þeirra til Færeyja enda Færeyingar höfðingjar heim að sækja eins og á Færeyja Pride í síðustu viku þar sem þær hjónin voru heiðursgestir. Nú hafa þær farið víða um heim til að kynna sögu sína með hjálp bókar Jónínu „Við Jóhanna“ sem kom út árið 2014 enda vakti hjúskaparstaða forsætisráðherrans heimsathygli.Hvernig er að vera komin allt í einu í þetta hlutverk að fara með Jóhönnu um heiminn og segja ykkar sögu? „Mér finnst það náttúrlega mjög skemmtilegt vegna þess að við erum að gefa svolítið til baka. Við eigum svo mikið þeim að þakka sem voru brautryðjendur á Íslandi og leyfðu okkur að koma í kjölfarið og geta notið þess að lifa. Ganga í hjónaband og annað slíkt,“ segir Jónína eftir að hún hafði lesið upp úr bók sinni í bókaverslun í SMS verslunarmiðstöðinni í Þórshöfn á miðvikudag. „Og það er mjög gaman að geta farið með Jóhönnu og séð hvað margir hafa fylgst með stöðu mála á Íslandi. Þekkja hana og vilja fá af sér myndir með henni. Þetta er svolítið ævintýralegt,“ segir Jónína. Hins vegar séu ekki allir eins heppnir og Íslendingar og íbúar víða um Evrópu hvað réttindi samkynhneigðra varðar og þær vilji vekja athygli á því.Upprifjun tilhugalífsins reif upp sár Jónína segir að þeim sé boðið víða eins og á Færeyja Pride í síðustu viku en aðeins einu sinni hafi yfirvöld í öðru ríki þó talið nauðsynlegt að veita þeim lögregluvernd. Það var í Vilnius höfuðborg Litháen í fyrra þar sem mótmælt var fyrir utan rússneskt leikhús þar sem þær fluttu erindi. „Þá voru Rússar þarna fyrir utan í Vilnius að mótmæla og fannst þetta vanhelgun á þessu leikhúsi. Að við skyldum vera þarna að tala um þessa hluti. Þannig að við höfum upplifað ýmislegt en yfirleitt eintómt jákvætt og fólk er þakklátt fyrir að fá að heyra þessa sögu,“ segir Jónína. Jóhanna og hún áttu báðar börn frá fyrri samböndum þegar leiðir þeirra lágu saman.Má kannski segja að þessi bók sé barnið ykkar Jóhönnu? „Já, mér hefur ekki dottið þetta í hug fyrr. En þetta er mjög skemmtileg samlíking, já,“ svarar Jónína. En hún og Jóhanna höfðu haldið sambandi sínu leyndu fyrir öllum nema þeirra nánustu í fimmtán ár þegar Jóhanna varð forsætisráðherra árið 2009. Það hafi á köflum verið erfitt að rifja þennan tíma upp í bókinni. „Því þessi fimmtán ár sem liðu frá því sambandið hófst þangað til við fórum að búa saman voru súrsæt. Okkur leið mjög vel saman en við gátum ekki búið saman. Þannig að þetta var erfiður tími. Að rifja hann allan upp þegar við vorum komnar í gegnum það og farnar að eiga okkar yndislega líf saman reif dálítið ofan af sárunum,“ segir Jónína Leósdóttir. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Jónína Leósdóttir rithöfundur og eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra segir þær eiga brautryðjendum í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra mikið að þakka. Það búi ekki allir við jafn góða stöðu og Íslendingar og því sé gaman að geta farið með Jóhönnu um heiminn og sagt sögu þeirra. Uppi varð fótur og fit í færeyskum og íslenskum fjölmiðlum þegar færeyski þingmaðurinn Jenis av Rana neitaði að mæta í heiðurskvöldverð lögmanns Færeyja fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og Jónínu Leósdóttur eiginkonu hennar í opinberri heimsókn þeirra til Færeyja í nóvember 2010. Það spillti þó ekki heimsókn þeirra til Færeyja enda Færeyingar höfðingjar heim að sækja eins og á Færeyja Pride í síðustu viku þar sem þær hjónin voru heiðursgestir. Nú hafa þær farið víða um heim til að kynna sögu sína með hjálp bókar Jónínu „Við Jóhanna“ sem kom út árið 2014 enda vakti hjúskaparstaða forsætisráðherrans heimsathygli.Hvernig er að vera komin allt í einu í þetta hlutverk að fara með Jóhönnu um heiminn og segja ykkar sögu? „Mér finnst það náttúrlega mjög skemmtilegt vegna þess að við erum að gefa svolítið til baka. Við eigum svo mikið þeim að þakka sem voru brautryðjendur á Íslandi og leyfðu okkur að koma í kjölfarið og geta notið þess að lifa. Ganga í hjónaband og annað slíkt,“ segir Jónína eftir að hún hafði lesið upp úr bók sinni í bókaverslun í SMS verslunarmiðstöðinni í Þórshöfn á miðvikudag. „Og það er mjög gaman að geta farið með Jóhönnu og séð hvað margir hafa fylgst með stöðu mála á Íslandi. Þekkja hana og vilja fá af sér myndir með henni. Þetta er svolítið ævintýralegt,“ segir Jónína. Hins vegar séu ekki allir eins heppnir og Íslendingar og íbúar víða um Evrópu hvað réttindi samkynhneigðra varðar og þær vilji vekja athygli á því.Upprifjun tilhugalífsins reif upp sár Jónína segir að þeim sé boðið víða eins og á Færeyja Pride í síðustu viku en aðeins einu sinni hafi yfirvöld í öðru ríki þó talið nauðsynlegt að veita þeim lögregluvernd. Það var í Vilnius höfuðborg Litháen í fyrra þar sem mótmælt var fyrir utan rússneskt leikhús þar sem þær fluttu erindi. „Þá voru Rússar þarna fyrir utan í Vilnius að mótmæla og fannst þetta vanhelgun á þessu leikhúsi. Að við skyldum vera þarna að tala um þessa hluti. Þannig að við höfum upplifað ýmislegt en yfirleitt eintómt jákvætt og fólk er þakklátt fyrir að fá að heyra þessa sögu,“ segir Jónína. Jóhanna og hún áttu báðar börn frá fyrri samböndum þegar leiðir þeirra lágu saman.Má kannski segja að þessi bók sé barnið ykkar Jóhönnu? „Já, mér hefur ekki dottið þetta í hug fyrr. En þetta er mjög skemmtileg samlíking, já,“ svarar Jónína. En hún og Jóhanna höfðu haldið sambandi sínu leyndu fyrir öllum nema þeirra nánustu í fimmtán ár þegar Jóhanna varð forsætisráðherra árið 2009. Það hafi á köflum verið erfitt að rifja þennan tíma upp í bókinni. „Því þessi fimmtán ár sem liðu frá því sambandið hófst þangað til við fórum að búa saman voru súrsæt. Okkur leið mjög vel saman en við gátum ekki búið saman. Þannig að þetta var erfiður tími. Að rifja hann allan upp þegar við vorum komnar í gegnum það og farnar að eiga okkar yndislega líf saman reif dálítið ofan af sárunum,“ segir Jónína Leósdóttir.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira