Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Nordsjælland halda áfram á sigurbaut í dönsku úvralsdeildinni, en þeir unnu 3-2 sigur á AaB í dag.
Edison Flores kom AaB yfir á 25. mínútu, en Mathias Jensen jafnaði fyrir Nordsjælland skömmu fyrir hálfleik.
Ernest Asante kom svo Nordsjælland yfir áður en Viktor Tranberg varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan jöfn 2-2.
Emiliano Marcondes tryggði svo Nordsjælland þriðja sigurinn í jafnmörgum leikjum sautján mínútum fyrir leikslok og lokatölur 3-2.
Nordsjælland er á toppnum með níu stig, með þriggja stiga forskot á Horsens, OB og Midtjylland.
Þriðji sigurinn í þremur leikjum hjá Nordsjælland
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn





Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn