Samkeppniseftirlitið telur of snemmt að slá föstu hver áhrif Costco verða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Samkeppniseftirlitið tók áhrif verslanakeðjunnar Costco á innlendan markað til sérstakrar skoðunar, að sögn forstjóra eftirlitsins. Fréttablaðið/Eyþór Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ekki rétt að Samkeppniseftirlitið hafi ekki tekið tillit til áhrifa af komu Costco í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju. Þvert á móti hafi heill kafli í ákvörðuninni verið helgaður innkomu bandaríska risans á íslenskan markað. Í því ljósi komi fullyrðingar Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, á óvart. Andrés sagði í blaðinu í gær ekkert benda til þess að eftirlitið hafi, þegar það ógilti kaup Haga á Lyfju fyrr í sumar, tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. Hagar hafa ekki ákveðið hvort ákvörðun eftirlitsins verður áfrýjað.Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Vísir/antonPáll Gunnar segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að Costco hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á. „Hvað dagvörumarkaðinn áhrærir höfum við bent á að það sé of snemmt að slá því föstu hver áhrif Costco muni verða hér á landi til lengri tíma litið. Hagar og aðrir markaðsaðilar gerðu sama fyrirvara, að það væri ekki komin nógu mikil reynsla af Costco. Við munum svo án efa leggja mat á þetta aftur þegar meiri reynsla er fengin af innkomu Costco.“ Hann segir það hlutverk samkeppnisyfirvalda að gæta almannahagsmuna og koma í veg fyrir að samrunar eigi sér stað sem skaði samkeppni og leiði þannig til hærra verðs eða verri þjónustu fyrir viðskiptavini. „Við verðum að vanda þetta mat og gæta þess að stefna ekki hagsmunum almennings í voða.“ Páll Gunnar segir að í ákvörðun eftirlitsins sé gerð grein fyrir ítarlegri rannsókn þess á áhrifum Costco. „Þar kemur fram að við öfluðum mjög víðtækra gagna, bæði frá samrunaaðilum og öðrum félögum sem starfa á dagvörumarkaði, í smásölu og heildsölu, en mörg þeirra lýstu yfir áhyggjum af samrunanum. Við öfluðum meðal annars áætlana frá Costco og Högum og öðrum keppinautum um innkomu Costco, upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar, tölulegra upplýsinga um rekstur Costco og veltu á fyrstu fjórum vikum starfseminnar og eins tölulegra upplýsinga frá öðrum félögum á markaðinum sem gáfu þá til kynna hver raunveruleg áhrif Costco voru á sölu í einstökum vöruflokkum. Við skoðuðum auk þess upplýsingar um veltu annarra erlendra verslanakeðja sem hafa hafið starfsemi hér á liðnum árum. Á grundvelli gagnanna sem við öfluðum stilltum við upp mögulegum sviðsmyndum af áhrifum Costco og byggðum okkar ályktanir á þeim.“ Hann tekur fram að Costco hafi ekki hafið starfsemi hér á landi fyrr en undir lok þess lögbundna tímafrests sem eftirlitið hafði til þess að ljúka afgreiðslu málsins. „Þannig að það var í raun og veru ekki fyrr en undir lok frestsins sem við gátum aflað upplýsinga um raunverulega reynslu af fyrstu vikum starfsemi Costco. Það verður síðan að koma í ljós hver þróunin verður. Það liggur í hlutarins eðli að þetta verður skoðað aftur. Það er augljóst að við rannsókn á öðrum samrunum, sem tengjast þeim mörkuðum sem Costco starfar á, munum við afla gagna að nýju og höfum þá lengri reynslu til þess að byggja mat okkar á.“ Costco Tengdar fréttir Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. 8. ágúst 2017 06:00 Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir áhyggjuefni ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skal. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ekki rétt að Samkeppniseftirlitið hafi ekki tekið tillit til áhrifa af komu Costco í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju. Þvert á móti hafi heill kafli í ákvörðuninni verið helgaður innkomu bandaríska risans á íslenskan markað. Í því ljósi komi fullyrðingar Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, á óvart. Andrés sagði í blaðinu í gær ekkert benda til þess að eftirlitið hafi, þegar það ógilti kaup Haga á Lyfju fyrr í sumar, tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. Hagar hafa ekki ákveðið hvort ákvörðun eftirlitsins verður áfrýjað.Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Vísir/antonPáll Gunnar segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að Costco hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á. „Hvað dagvörumarkaðinn áhrærir höfum við bent á að það sé of snemmt að slá því föstu hver áhrif Costco muni verða hér á landi til lengri tíma litið. Hagar og aðrir markaðsaðilar gerðu sama fyrirvara, að það væri ekki komin nógu mikil reynsla af Costco. Við munum svo án efa leggja mat á þetta aftur þegar meiri reynsla er fengin af innkomu Costco.“ Hann segir það hlutverk samkeppnisyfirvalda að gæta almannahagsmuna og koma í veg fyrir að samrunar eigi sér stað sem skaði samkeppni og leiði þannig til hærra verðs eða verri þjónustu fyrir viðskiptavini. „Við verðum að vanda þetta mat og gæta þess að stefna ekki hagsmunum almennings í voða.“ Páll Gunnar segir að í ákvörðun eftirlitsins sé gerð grein fyrir ítarlegri rannsókn þess á áhrifum Costco. „Þar kemur fram að við öfluðum mjög víðtækra gagna, bæði frá samrunaaðilum og öðrum félögum sem starfa á dagvörumarkaði, í smásölu og heildsölu, en mörg þeirra lýstu yfir áhyggjum af samrunanum. Við öfluðum meðal annars áætlana frá Costco og Högum og öðrum keppinautum um innkomu Costco, upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar, tölulegra upplýsinga um rekstur Costco og veltu á fyrstu fjórum vikum starfseminnar og eins tölulegra upplýsinga frá öðrum félögum á markaðinum sem gáfu þá til kynna hver raunveruleg áhrif Costco voru á sölu í einstökum vöruflokkum. Við skoðuðum auk þess upplýsingar um veltu annarra erlendra verslanakeðja sem hafa hafið starfsemi hér á liðnum árum. Á grundvelli gagnanna sem við öfluðum stilltum við upp mögulegum sviðsmyndum af áhrifum Costco og byggðum okkar ályktanir á þeim.“ Hann tekur fram að Costco hafi ekki hafið starfsemi hér á landi fyrr en undir lok þess lögbundna tímafrests sem eftirlitið hafði til þess að ljúka afgreiðslu málsins. „Þannig að það var í raun og veru ekki fyrr en undir lok frestsins sem við gátum aflað upplýsinga um raunverulega reynslu af fyrstu vikum starfsemi Costco. Það verður síðan að koma í ljós hver þróunin verður. Það liggur í hlutarins eðli að þetta verður skoðað aftur. Það er augljóst að við rannsókn á öðrum samrunum, sem tengjast þeim mörkuðum sem Costco starfar á, munum við afla gagna að nýju og höfum þá lengri reynslu til þess að byggja mat okkar á.“
Costco Tengdar fréttir Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. 8. ágúst 2017 06:00 Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir áhyggjuefni ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skal. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. 8. ágúst 2017 06:00
Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir áhyggjuefni ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skal. 8. ágúst 2017 06:00
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent