Fágaður kraftaköggull Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2017 10:30 Laglegur, öflugur og rúmur Volkswagen Amarok er ekki slæmur ferðafélagi. GVA Þrátt fyrir mikið afl var merkilegt hvað 3,0 lítra dísilvélin eyddi litlu.GVA Pallbílar eru ekki bara vinsælir í henni Ameríku, þeir eru einnig vinsælir hér á landi og henta vel hérlendis, sérlega fyrir þá athafnasömu og ævintýragjörnu. Það var því ekki slæmur kostur að hafa Volkswagen Amarok sem ferðafélaga í fjallahjólaferð á Fellsströndina fyrir skömmu og gleypti þægilega stór pallur bílsins létt tvö fjallahjól og meira til. Svona bílar eins og Amarok eru einmitt einkar hentugur kostur fyrir þá sem taka hjólin með sér í för um landið. Með því að hafa þau á pallinum skitna þau ekki út að neinu ráði og ef keypt er lok á pallinn er allt tandurhreint undir. Ekki þarf að efast um flutningsgetu Amarok, en hann tekur einnig 5 farþega í dual-cab útgáfunni og það fer vel um alla innanborðs. Talsvert úrval er til staðar fyrir þá sem velja sér pallbíla hér á landi, svo sem Toyota Hilux, Nissan Navara og Mitsubishi L200, auk Amarok. Að auki fer að styttast í komu pallbíls frá Mercedes Benz. Hilux, Navara og L200 komu allir af nýrri kynslóð í fyrra, en Amarok hefur fengið andlitslyftingu nýverið og mesta breytingin er fólgin í betri og aflmeiri vélum sem eyða merkilega litlu.3,0 lítra dísilvélin er 224 hestöfl og með 550 Nm togi.GVAMikið afl en lítil eyðsla Pallbílar voru hér á árum áður bæði fremur slakir akstursbílar á hefðbundnum vegum og fremur hráir er kom að innréttingu og nýjustu tækni. Nú eru breyttir tímar og pallbílar nútímans eru orðnir fágaðir bílar, flottir að innan, með nýjustu tækni og miklu nær hefbundnum fólksbílum í akstri. Því eru þeir orðnir prýðilegur kostur jafnvel sem eini bíll heimilisins. Ekki þarf lengur að óttast háar eyðslutölur og það sannaðist vel í reynsluakstrinum á Amarok, en hann var með rétt rúmlega 8 lítra á hverja 100 km í löngum túrnum á Fellsströndina þrátt fyrir að hann væri með öflugustu vélarkostinum. Amarok bíllinn sýndi svo sínar bestu hliðar er hann var tekinn á rúntinn á malarveginum á Fellsströndinni og inn Flekkudalinn þar sem vegurinn var orðinn að ógn fyrir fólksbíla. Þar kom fimni og liðleiki bílsins vel í ljós og ekki skemmdi mikið afl bílsins fyrir, en undir húddinu leyndist 3,0 lítra dísilvél, 224 hestafla með 550 Nm togi. Hún tengist við frábæra 8 gíra sjálfskiptingu. Þessi skipting er með afar lágt gíruðum fyrstu tveimur gírunum og kemur það nánast í stað lágs drifs sem ekki er til staðar í Amarok. Því klifrar bíllinn mjög vel í mikilli ófærð og hefur mikið tog í lægstu gírunum.Innréttingin í Amarok er eins og þær gerast bestar í pallbílum og enginn eftirbátur annarra vandaðra fólksbíla.Þrír dísilvélakostir Fá má Amarok með sömu 3,0 lítra dísilvélinni með minna afli, eða 204 hestöfl og sparast með því 550.000 kr. Einnig má fá ódýrustu gerð Amarok með 2,0 lítra dísilvél sem er 140 hestöfl og kostar bíllinn þá aðeins 5.840.000 kr. Reynsluakstursbíllinn með sinni öflugu 224 hestafla vél kostar hinsvegar 7.690.000 kr. Þá er líka um að ræða ferlega vel útbúinn kraftabíl og þann langöflugasta í sínum flokki bíla sem hér bjóðast. Það sem kom einna mest á óvart í reynsluakstri Amarok var hve gott var að aka honum á malbikinu og hve vel hann fór með allmikinn hraða og eyddi ekki miklu meira fyrir vikið. Amarok er sannarlega frábær ferðafélagi á lengri ferðum og sætin í honum það góð að eftir stanslausan 2 klukkustunda akstur varð ekki vart við óþægindi eða þreytu ökumanns. Annað sem bæði kom mikið á óvart og jók mjög ánægjuna í akstrinum var hve hljóðlátur bíllinn er. Hljóð sem berst inn í bílinn er minna en í flestum dýrum fólksbílum, geri aðrir betur.Alls ekki slæmt umhverfi ökumanns.GVAMerkilega vel búinn Það kemur hreinlega á óvart hve þessi pallbíll er orðinn vel búinn og meðal staðalbúnaðar má nefna hita í framsætum, tvískipta tölvustýrða loftkælingu, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, Bluetooth, 18” álfelgur, sjálfvirkan vélarhitara (Webasto) og regn- og birtuskynjara. Í Highline Plus útfærslunni eru LED aðalljós og bakkmyndavél. Amarok er því enginn eftirbátur dýrari fólksbíla er kemur að búnaði og nýjustu tækni. Svo má líka gera Amarok eiginlega eins og lúxusbíl með leðri í öllum sætum og þá fylgja einnig fjölstillanlega rafstýrð framsæti. Þá þarf reyndar að bæta við 650.000 kr. Er þá reyndar hægt að tala um lúxuspallbíl sem setur ný viðmið í sínum flokki. Greinarritari hefur hingað til ekki verið neinn sérlegur aðdáandi pallbíla, en reynslan af akstri þessa afar fágaða pallbíls frá Volkswagen gæti hafa breytt því. Þessi bíll er eiginlega draumur þess sem leitar að ævintýrum á torfærari vegum landsins og þangað fer Amarok með farþega sína með stæl. Engu skiptir hve mikill farangur er með í för, Amarok rúmar hann allan. Vitneskjan um 50 cm vaðdýpt bílsins færir svo aukna öryggistilfinningu ef fara þyrfti yfir eina eða tvær af ám okkar fagra lands.Stór pallurinn fór létt með að gleypa tvö stór fjallahjól og meira til.Kostir: Afl véla, staðalbúnaður, aksturseiginleikar, útlitÓkostir: Ekkert lágt drif, engir öryggispúðar afturí 3,0 lítra dísilvél, 224 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 8,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 211 g/km CO2 Hröðun: 7,9 sek. Hámarkshraði: 193 km/klst Verð frá: 7.690.000 kr. Umboð: Hekla Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Þrátt fyrir mikið afl var merkilegt hvað 3,0 lítra dísilvélin eyddi litlu.GVA Pallbílar eru ekki bara vinsælir í henni Ameríku, þeir eru einnig vinsælir hér á landi og henta vel hérlendis, sérlega fyrir þá athafnasömu og ævintýragjörnu. Það var því ekki slæmur kostur að hafa Volkswagen Amarok sem ferðafélaga í fjallahjólaferð á Fellsströndina fyrir skömmu og gleypti þægilega stór pallur bílsins létt tvö fjallahjól og meira til. Svona bílar eins og Amarok eru einmitt einkar hentugur kostur fyrir þá sem taka hjólin með sér í för um landið. Með því að hafa þau á pallinum skitna þau ekki út að neinu ráði og ef keypt er lok á pallinn er allt tandurhreint undir. Ekki þarf að efast um flutningsgetu Amarok, en hann tekur einnig 5 farþega í dual-cab útgáfunni og það fer vel um alla innanborðs. Talsvert úrval er til staðar fyrir þá sem velja sér pallbíla hér á landi, svo sem Toyota Hilux, Nissan Navara og Mitsubishi L200, auk Amarok. Að auki fer að styttast í komu pallbíls frá Mercedes Benz. Hilux, Navara og L200 komu allir af nýrri kynslóð í fyrra, en Amarok hefur fengið andlitslyftingu nýverið og mesta breytingin er fólgin í betri og aflmeiri vélum sem eyða merkilega litlu.3,0 lítra dísilvélin er 224 hestöfl og með 550 Nm togi.GVAMikið afl en lítil eyðsla Pallbílar voru hér á árum áður bæði fremur slakir akstursbílar á hefðbundnum vegum og fremur hráir er kom að innréttingu og nýjustu tækni. Nú eru breyttir tímar og pallbílar nútímans eru orðnir fágaðir bílar, flottir að innan, með nýjustu tækni og miklu nær hefbundnum fólksbílum í akstri. Því eru þeir orðnir prýðilegur kostur jafnvel sem eini bíll heimilisins. Ekki þarf lengur að óttast háar eyðslutölur og það sannaðist vel í reynsluakstrinum á Amarok, en hann var með rétt rúmlega 8 lítra á hverja 100 km í löngum túrnum á Fellsströndina þrátt fyrir að hann væri með öflugustu vélarkostinum. Amarok bíllinn sýndi svo sínar bestu hliðar er hann var tekinn á rúntinn á malarveginum á Fellsströndinni og inn Flekkudalinn þar sem vegurinn var orðinn að ógn fyrir fólksbíla. Þar kom fimni og liðleiki bílsins vel í ljós og ekki skemmdi mikið afl bílsins fyrir, en undir húddinu leyndist 3,0 lítra dísilvél, 224 hestafla með 550 Nm togi. Hún tengist við frábæra 8 gíra sjálfskiptingu. Þessi skipting er með afar lágt gíruðum fyrstu tveimur gírunum og kemur það nánast í stað lágs drifs sem ekki er til staðar í Amarok. Því klifrar bíllinn mjög vel í mikilli ófærð og hefur mikið tog í lægstu gírunum.Innréttingin í Amarok er eins og þær gerast bestar í pallbílum og enginn eftirbátur annarra vandaðra fólksbíla.Þrír dísilvélakostir Fá má Amarok með sömu 3,0 lítra dísilvélinni með minna afli, eða 204 hestöfl og sparast með því 550.000 kr. Einnig má fá ódýrustu gerð Amarok með 2,0 lítra dísilvél sem er 140 hestöfl og kostar bíllinn þá aðeins 5.840.000 kr. Reynsluakstursbíllinn með sinni öflugu 224 hestafla vél kostar hinsvegar 7.690.000 kr. Þá er líka um að ræða ferlega vel útbúinn kraftabíl og þann langöflugasta í sínum flokki bíla sem hér bjóðast. Það sem kom einna mest á óvart í reynsluakstri Amarok var hve gott var að aka honum á malbikinu og hve vel hann fór með allmikinn hraða og eyddi ekki miklu meira fyrir vikið. Amarok er sannarlega frábær ferðafélagi á lengri ferðum og sætin í honum það góð að eftir stanslausan 2 klukkustunda akstur varð ekki vart við óþægindi eða þreytu ökumanns. Annað sem bæði kom mikið á óvart og jók mjög ánægjuna í akstrinum var hve hljóðlátur bíllinn er. Hljóð sem berst inn í bílinn er minna en í flestum dýrum fólksbílum, geri aðrir betur.Alls ekki slæmt umhverfi ökumanns.GVAMerkilega vel búinn Það kemur hreinlega á óvart hve þessi pallbíll er orðinn vel búinn og meðal staðalbúnaðar má nefna hita í framsætum, tvískipta tölvustýrða loftkælingu, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, Bluetooth, 18” álfelgur, sjálfvirkan vélarhitara (Webasto) og regn- og birtuskynjara. Í Highline Plus útfærslunni eru LED aðalljós og bakkmyndavél. Amarok er því enginn eftirbátur dýrari fólksbíla er kemur að búnaði og nýjustu tækni. Svo má líka gera Amarok eiginlega eins og lúxusbíl með leðri í öllum sætum og þá fylgja einnig fjölstillanlega rafstýrð framsæti. Þá þarf reyndar að bæta við 650.000 kr. Er þá reyndar hægt að tala um lúxuspallbíl sem setur ný viðmið í sínum flokki. Greinarritari hefur hingað til ekki verið neinn sérlegur aðdáandi pallbíla, en reynslan af akstri þessa afar fágaða pallbíls frá Volkswagen gæti hafa breytt því. Þessi bíll er eiginlega draumur þess sem leitar að ævintýrum á torfærari vegum landsins og þangað fer Amarok með farþega sína með stæl. Engu skiptir hve mikill farangur er með í för, Amarok rúmar hann allan. Vitneskjan um 50 cm vaðdýpt bílsins færir svo aukna öryggistilfinningu ef fara þyrfti yfir eina eða tvær af ám okkar fagra lands.Stór pallurinn fór létt með að gleypa tvö stór fjallahjól og meira til.Kostir: Afl véla, staðalbúnaður, aksturseiginleikar, útlitÓkostir: Ekkert lágt drif, engir öryggispúðar afturí 3,0 lítra dísilvél, 224 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 8,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 211 g/km CO2 Hröðun: 7,9 sek. Hámarkshraði: 193 km/klst Verð frá: 7.690.000 kr. Umboð: Hekla
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent