Jón Rúnar í 1 á 1 með Gumma Ben: Mikil fjölgun iðkenda getur líka verið mínus fyrir félögin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 12:30 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er gestur Guðmundar Benediktssonar í þættinum 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Jón Rúnar talaði meðal annars um framtíðarsýn sína sem formanns FH en draumurinn hefur verið að vera komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þessi draumur hefur verið lengi. Þegar maður dreymir mjög lengi þá fer þetta kannski að vera bara draumur. Það verður eitthvað að halda þér gangandi og það heldur þér gangandi að reyna að vinna nýja sigra,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson í samtalinu við Gumma Ben. „Ég er búin að vera í þessu lengi og til þess að nálgast þessi markmið þá þurfum við að fara að huga að öðrum málum. Við þurfum að bregðast við,“ sagði Jón Rúnar og bætti við: „Ég vil ekki kalla það vandamál en það hefur gerst undanfarin ár að þátttaka barna og unglinga hjá bæðum stelpum og strákum, sérstaklega í fótbolta, hefur aukist gríðarlega. Þetta er auðvitað mjög gott í stóru myndinni en þetta getur líka verið ákveðinn mínus fyrir félög,“ segir Jón Rúnar. „Ég held að aðstaðan á alltof mörgum stöðum, meðal annars hér, ræður ekki orðið við fjöldann. Þá er aðstaðan farin að vera takmarkandi þáttur. Mér finnst vera kominn tími til að fara að horfa á þetta upp á nýtt og skilgreina það,“ segir Jón Rúnar. Sumir eru að æfa fótbolta til að vera í félagsskapnum en aðrir eru að æfa til að ná langt „Báðir þessir hópar eru jafnmikilvægir en þeir eru ólíkir. Við getum kennt ýmislegt í sambandi við unglingastarf en ef við ætlum okkur það að ná afrekum þá verðum við að byrja skilgreina þetta upp á nýtt,“ segir Jón Rúnar. „Menn eru alltaf að tala um mikilvægi þessi að börn og unglingar taki þátt í íþróttastarfi. Það er síðan talað um brottfall eins og það sé eitthvað svakalega mikið skipsbrot. Ég held að stór hluti þess að unglinga hætta er vegna þess að allir eru látnir æfa fjórum sinnum í viku. Ef þú gerir það ekki þá ertu dottinn út úr hópnum. Við þurfum að geta verið með módel fyrir þá sem eru í þessu af félagslegum ástæðum,“ segir Jón Rúnar. Það má sjá brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir ofan. 1 á 1 með Gumma Ben með verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er gestur Guðmundar Benediktssonar í þættinum 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Jón Rúnar talaði meðal annars um framtíðarsýn sína sem formanns FH en draumurinn hefur verið að vera komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þessi draumur hefur verið lengi. Þegar maður dreymir mjög lengi þá fer þetta kannski að vera bara draumur. Það verður eitthvað að halda þér gangandi og það heldur þér gangandi að reyna að vinna nýja sigra,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson í samtalinu við Gumma Ben. „Ég er búin að vera í þessu lengi og til þess að nálgast þessi markmið þá þurfum við að fara að huga að öðrum málum. Við þurfum að bregðast við,“ sagði Jón Rúnar og bætti við: „Ég vil ekki kalla það vandamál en það hefur gerst undanfarin ár að þátttaka barna og unglinga hjá bæðum stelpum og strákum, sérstaklega í fótbolta, hefur aukist gríðarlega. Þetta er auðvitað mjög gott í stóru myndinni en þetta getur líka verið ákveðinn mínus fyrir félög,“ segir Jón Rúnar. „Ég held að aðstaðan á alltof mörgum stöðum, meðal annars hér, ræður ekki orðið við fjöldann. Þá er aðstaðan farin að vera takmarkandi þáttur. Mér finnst vera kominn tími til að fara að horfa á þetta upp á nýtt og skilgreina það,“ segir Jón Rúnar. Sumir eru að æfa fótbolta til að vera í félagsskapnum en aðrir eru að æfa til að ná langt „Báðir þessir hópar eru jafnmikilvægir en þeir eru ólíkir. Við getum kennt ýmislegt í sambandi við unglingastarf en ef við ætlum okkur það að ná afrekum þá verðum við að byrja skilgreina þetta upp á nýtt,“ segir Jón Rúnar. „Menn eru alltaf að tala um mikilvægi þessi að börn og unglingar taki þátt í íþróttastarfi. Það er síðan talað um brottfall eins og það sé eitthvað svakalega mikið skipsbrot. Ég held að stór hluti þess að unglinga hætta er vegna þess að allir eru látnir æfa fjórum sinnum í viku. Ef þú gerir það ekki þá ertu dottinn út úr hópnum. Við þurfum að geta verið með módel fyrir þá sem eru í þessu af félagslegum ástæðum,“ segir Jón Rúnar. Það má sjá brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir ofan. 1 á 1 með Gumma Ben með verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira