Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 08:30 Neymar þarf ekki að svekkja sig mikið yfir laununum hjá PSG. Vísir Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. Paris Saint-Germain þurfti að borga Barcelona 222 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er meira en tvöföldun á metinu yfir dýrasta knattspyrnumann heims. 222 milljónir evra eru 27,5 milljarðar íslenskra króna. Þar með er þetta ekki upptalið því þá á Parísar-liðið eftir að borga leikmanninum sjálfum ofurlaun og ofurbónusa. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Neymar muni kosti franska félagið um 500 milljón evrur eða rétt tæplega 62 milljarða íslenskra króna. Neymar ákvað það í byrjun júlí að yfirgefa Barcelona samkvæmt frétt Sky Sport en hann ræddi þá við fulltrúa franska liðsins á meðan hann var í fríi rétt hjá Rio de Janeiro. Á fundinum voru Neymar, faðir hans og umboðsmaður hans Pini Zahavi. Neymar mun gera fimm ára samning við Paris Saint-Germain og þar verður hann með 30 milljónir evra í árslaun eftir skatta eða 3,7 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir að Brasilíumaðurinn fær tíu milljónir á dag alla 365 daga ársins. Hann er því með miklu meira en milljón á tímann ef við miðum við átta daga vinnudag og fimm daga vinnuviku. Vinnuskylda hans er þó minna en það en pressan á honum verður gríðarleg. Peningarnir er vissulega stór ástæða þess að Neymar er að fara til PSG en það spilar líka stóra rullu að hann vill verða stærsta stjarnan í sínu liði og sleppa undan skugga Lionel Messi. Neymar vill vinna Gullboltann og verða besti knattspyrnumaður heims en það er erfitt að skara framúr í sínu liði þegar þú spilar við hlið Messi sem er þegar orðið besti leikmaðurinn í sögu Barcelona. Neymar kemur í síðasta lagi á föstudaginn til Parísar þar sem hann mun ganga frá samningnum en franska deildin hefst um helgina. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. Paris Saint-Germain þurfti að borga Barcelona 222 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er meira en tvöföldun á metinu yfir dýrasta knattspyrnumann heims. 222 milljónir evra eru 27,5 milljarðar íslenskra króna. Þar með er þetta ekki upptalið því þá á Parísar-liðið eftir að borga leikmanninum sjálfum ofurlaun og ofurbónusa. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Neymar muni kosti franska félagið um 500 milljón evrur eða rétt tæplega 62 milljarða íslenskra króna. Neymar ákvað það í byrjun júlí að yfirgefa Barcelona samkvæmt frétt Sky Sport en hann ræddi þá við fulltrúa franska liðsins á meðan hann var í fríi rétt hjá Rio de Janeiro. Á fundinum voru Neymar, faðir hans og umboðsmaður hans Pini Zahavi. Neymar mun gera fimm ára samning við Paris Saint-Germain og þar verður hann með 30 milljónir evra í árslaun eftir skatta eða 3,7 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir að Brasilíumaðurinn fær tíu milljónir á dag alla 365 daga ársins. Hann er því með miklu meira en milljón á tímann ef við miðum við átta daga vinnudag og fimm daga vinnuviku. Vinnuskylda hans er þó minna en það en pressan á honum verður gríðarleg. Peningarnir er vissulega stór ástæða þess að Neymar er að fara til PSG en það spilar líka stóra rullu að hann vill verða stærsta stjarnan í sínu liði og sleppa undan skugga Lionel Messi. Neymar vill vinna Gullboltann og verða besti knattspyrnumaður heims en það er erfitt að skara framúr í sínu liði þegar þú spilar við hlið Messi sem er þegar orðið besti leikmaðurinn í sögu Barcelona. Neymar kemur í síðasta lagi á föstudaginn til Parísar þar sem hann mun ganga frá samningnum en franska deildin hefst um helgina.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira