Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 16:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/Samsett/CrossFit Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Í þeim flotta hópi eru meðal annars tvær öflugar íslenskar stelpur en Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana annað árið í röð og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þriðja sætinu annað árið í röð. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu varð önnur en í fjórða sæti var hin breska Sam Briggs sem vann heimsleikana árið 2013. Fulltrúar Crossfit leikanna heimsóttu þær Katrínu Tönju, Söru, Toomey og Briggs þar sem þær voru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir heimsleikana. Nú er hægt að horfa á myndband með viðtölum við þær fjórar auk þess hægt að fylgjast með þeim undirbúa sig fyrir átökin. Heimsleikarnir fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 3. til 6. ágúst. Leikarnir eru aðeins seinna í ár en undanfarin ár þegar þeir voru í Carson í Kaliforníu-fylki. Það er fróðlegt að sjá og heyra muninn á æfingaaðstöðu og æfingum bestu crossfit-kvenna heimsins á síðasta ári. Sam Briggs var heima hjá sér í Manchester en Tia-Clair Toomey flaug til San Diego við landamæri Bandríkjanna og Mexíkó. Íslensku stelpurnar urðu að undirbúa sig fyrir hitann, rakann og allar þær krefjandi aðstæður sem bíða þeirra í keppninni. Þær voru því ekki heima á Íslandi heldur fóru þær til Bandaríkjanna og fundu sér báðar flotta staði sem þær tala báðar vel um þá í umræddu myndbandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði á Cape Cod eða Þorskhöfða en það er stór L-laga höfði sem tilheyrir Barnstable-sýslu í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir æfði aftur á móti Cookeville í Tennessee-fylki sem er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með fjórum bestu crossfit-konum heimsins árið 2016. Hvar þær lenda árið 2017 verður síðan að koma í ljós. CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Sjá meira
Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Í þeim flotta hópi eru meðal annars tvær öflugar íslenskar stelpur en Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana annað árið í röð og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þriðja sætinu annað árið í röð. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu varð önnur en í fjórða sæti var hin breska Sam Briggs sem vann heimsleikana árið 2013. Fulltrúar Crossfit leikanna heimsóttu þær Katrínu Tönju, Söru, Toomey og Briggs þar sem þær voru að hefja lokaundirbúning sinn fyrir heimsleikana. Nú er hægt að horfa á myndband með viðtölum við þær fjórar auk þess hægt að fylgjast með þeim undirbúa sig fyrir átökin. Heimsleikarnir fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 3. til 6. ágúst. Leikarnir eru aðeins seinna í ár en undanfarin ár þegar þeir voru í Carson í Kaliforníu-fylki. Það er fróðlegt að sjá og heyra muninn á æfingaaðstöðu og æfingum bestu crossfit-kvenna heimsins á síðasta ári. Sam Briggs var heima hjá sér í Manchester en Tia-Clair Toomey flaug til San Diego við landamæri Bandríkjanna og Mexíkó. Íslensku stelpurnar urðu að undirbúa sig fyrir hitann, rakann og allar þær krefjandi aðstæður sem bíða þeirra í keppninni. Þær voru því ekki heima á Íslandi heldur fóru þær til Bandaríkjanna og fundu sér báðar flotta staði sem þær tala báðar vel um þá í umræddu myndbandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði á Cape Cod eða Þorskhöfða en það er stór L-laga höfði sem tilheyrir Barnstable-sýslu í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir æfði aftur á móti Cookeville í Tennessee-fylki sem er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með fjórum bestu crossfit-konum heimsins árið 2016. Hvar þær lenda árið 2017 verður síðan að koma í ljós.
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Sjá meira