Danir og Bretar hafa áhyggjur af mögulegu Kötlugosi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 13:18 Katla sefur rótt enn sem komið er. vísir/gva Svo virðist sem heimsbyggðin öll, eða allavega Danir og Bretar, fylgist spenntir með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Danska blaðið BT skrifaði grein þar sem farið er yfir ástandið hjá eldfjallinu og hefur breska blaðið Independent einnig spáð fyrir um að stutt sé í næsta gos, hvort sem það verði í Kötlu eða annarsstaðar. Vitna þeir meðal annars í nýlega skjálftahrinu á Reykjanesi við Fagradalsfjall.Jarðskjálftasagan rakin Danska blaðið rekur jarðskjálftasögu undanfarinna daga og þeir sagðir hafa verið um 500 talsins. Minnst er á að á sunnudaginn síðastliðinn hafi litakóða Kötlu verið breytt í gult. Því var síðan breytt aftur í grænt. Gosið í Kötlu er þar sett í samhengi við áhrif gossins í Eyjafjallajökli sem lamaði alla flugumverð í dágóðan tíma. Þar er þó lagður sá varnagli að þótt jarðskjálftar hafi verið algengir þýði það ekki endilega að eldgos sé á næsta leiti. „Versta mögulega útkoman er sú að ef Katla gýs, sem er fimm sinnum stærri eldstöð en sú sem gaus árið 2010, þá muni öskuský fara yfir Danmörku og Evrópu alla. Þetta eldfjall er sérstaklega hættulegt af því það er þakið ís og snjó og þegar hann bráðnar verður kröftug sprenging,“ segir Henning Andersen, eldfjallasérfræðingur. Henning segir það vera 50 prósent líkur á að eldfjallið gjósi í bráð.Hefur róast Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir að Katla sé farin að hægja ansi mikið á sér eftir hlaupið um helgina. Algengt sé að hún láti finna meira fyrir sér yfir sumartímann. Þá hefur rafleiðni einnig minnkað. Hún segir hins vegar að þau geti ekki útilokað neitt en þau búist ekki við mikilli virkni á næstunni. Katla Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Hlaupið í Múlakvísl í rénun Ekki hægt að útiloka annað hlaup. 29. júlí 2017 15:58 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Svo virðist sem heimsbyggðin öll, eða allavega Danir og Bretar, fylgist spenntir með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Danska blaðið BT skrifaði grein þar sem farið er yfir ástandið hjá eldfjallinu og hefur breska blaðið Independent einnig spáð fyrir um að stutt sé í næsta gos, hvort sem það verði í Kötlu eða annarsstaðar. Vitna þeir meðal annars í nýlega skjálftahrinu á Reykjanesi við Fagradalsfjall.Jarðskjálftasagan rakin Danska blaðið rekur jarðskjálftasögu undanfarinna daga og þeir sagðir hafa verið um 500 talsins. Minnst er á að á sunnudaginn síðastliðinn hafi litakóða Kötlu verið breytt í gult. Því var síðan breytt aftur í grænt. Gosið í Kötlu er þar sett í samhengi við áhrif gossins í Eyjafjallajökli sem lamaði alla flugumverð í dágóðan tíma. Þar er þó lagður sá varnagli að þótt jarðskjálftar hafi verið algengir þýði það ekki endilega að eldgos sé á næsta leiti. „Versta mögulega útkoman er sú að ef Katla gýs, sem er fimm sinnum stærri eldstöð en sú sem gaus árið 2010, þá muni öskuský fara yfir Danmörku og Evrópu alla. Þetta eldfjall er sérstaklega hættulegt af því það er þakið ís og snjó og þegar hann bráðnar verður kröftug sprenging,“ segir Henning Andersen, eldfjallasérfræðingur. Henning segir það vera 50 prósent líkur á að eldfjallið gjósi í bráð.Hefur róast Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir að Katla sé farin að hægja ansi mikið á sér eftir hlaupið um helgina. Algengt sé að hún láti finna meira fyrir sér yfir sumartímann. Þá hefur rafleiðni einnig minnkað. Hún segir hins vegar að þau geti ekki útilokað neitt en þau búist ekki við mikilli virkni á næstunni.
Katla Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Hlaupið í Múlakvísl í rénun Ekki hægt að útiloka annað hlaup. 29. júlí 2017 15:58 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14
Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28