Totti spilaði allan 24 ára feril sinn hjá Roma-liðinu en hann setti skóna sína upp á hillu í maí síðastliðnum. Hann er fertugur.
Francesco Totti lék síðasta leikinn sinn með Roma á móti Genoa 28. maí og það var ekki þurrt auga á Ólympíuleikvanginum í Róm þegar 70 þúsund stuðningsmenn Roma kvöddu hetjuna sína.
Menn þar á bæ létu samt ekki þar við sitja heldur gengu þeir nokkrum skrefum lengra.
Í gær var síðasta Síðasta Roma-keppnistreyjan hans Totti send út í geim. Hún var með í för þegar flaug var skotið frá frönsku Gvæjana.
Það má sjá frétt um þetta á Twitter-síðu Roma hér fyrir neðan en þar sést mynd af treyjunni umræddu sem fékk að fara í þessa sérstöku ferð. Totti hafði að sjálfsögðu áritað treyjuna.
La maglia di @Totti è nello spazio con Vega: grazie @Avio_Group! #ASRoma#Totti
https://t.co/9LzM4uTznApic.twitter.com/nPXm7QJgih
— AS Roma (@OfficialASRoma) August 2, 2017
Francesco Totti skoraði 307 mörk í 786 leikjum með Roma en hann hefur nú tekið að sér stjórastöðu á skrifstofu félagsins.