Þetta eru þeir Björn Bergmann Sigurðarson og Matthías Vilhjálmsson.
Björn Bergmann fékk 8,0 í meðaleinkunn fyrir frammistöðu sína í leikjum Molde í júlí. Hann skoraði tvö mörk í þremur deildarleikjum og var tvívegis valinn maður leiksins hjá WhoScored.
Björn Bergmann hefur spilað mjög vel með Molde í sumar. Hann er næstmarkahæstur í norsku deildinni með 10 mörk og er hæstur í einkunnagjöf WhoScored með 7,60 í meðaleinkunn.
Matthías skoraði í öllum þremur deildarleikjum Rosenborg í júlí og gaf auk þess eina stoðsendingu. Ísfirðingurinn var með 7,8 í meðaleinkunn fyrir þessa þrjá leiki.
Matthías er markahæsti leikmaður Rosenborg í norsku deildinni með sjö mörk þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað sjö leiki. Matthías hefur einnig gefið þrjár stoðsendingar á tímabilinu.
Månedens lag for juli ifølge @WhoScored pic.twitter.com/Erxf73qQJd
— Helge Børresen (@heborres) August 1, 2017