Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Rosengård þegar liðið mætti Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var fyrsti leikur Glódísar Perlu fyrir Rosengård, en hún skrifaði undir hjá félaginu rétt fyrir Evrópumótið í Hollandi. Glódís Perla kom til félagsins frá Eskilstuna og byrjar því á að mæta gömlu félögunum.
Andrea Þórisson byrjaði leikinn á varamannabekk Rosengård.
Rosengård vann 1-0 sigur í leiknum og skoraði Anja Mittag sigurmarkið á 41. mínútu.
Með sigrinum styrkir Rosengård stöðu sína í öðru sæti deildarinnar, en þær eru fimm stigum á eftir toppliði Linköping.
