Flottar endurkomur hjá bæði Þrótturum og Haukum í kvöld | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 21:11 Sveinbjörn Jónasson í baráttunni í Laugardalnum í kvöld. Vísir/Anton Þróttur og Haukar unnu karaktersigra í Inkasso deild karla í fótbolta í kvöld en liðin lentu bæði undir í sínum leikjum. Þróttarar minnkuðu forskot Keflavíkur á toppnum í eitt stig í kvöld en í hálfleik stefndi í það Keflvíkingar væru að fara að stinga af á toppnum. Hefðu leikirnir endað í hálfleik þá væri Keflvíkingar með sjö stiga forskot en margt breyttist í seinni hálfleiknum. Þróttarar komu til baka og unnu 2-1 sigur á HK og Keflvíkingar misstu niður tveggja marka forskot á Ásvöllum og töpuðu 4-2 á móti heimamönnum í Haukum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Laugardalnum og náði þessum myndum hér fyrir neðan. Keflavík er nú með 34 stig, Þróttarar hafa 33 stig og svo koma Fylkir og Haukar í næstu sætum með 30 stig. Fylkismenn eiga leik inni á móti Leikni F. á morgun. Viktor Jónsson skoraði sigurmark Þróttara á móti HK átta mínútum fyrir leikslok en HK-ingar voru fyrir leikinn búnir að vinna fimm leiki í röð. Brynjar Jónasson kom HK í 1-0 rétt fyrir hálfleik en Rafn Andri Haraldsson jafnaði metin. Þróttarar voru betri og áttu skilið að skora sigurmarkið sem kom með laglegum skalla frá Viktori á 82. mínútu. HK sótti samt undir lokin og þá þurfti ótrúlega markvörslu hjá Arnari Darra Péturssyni í uppbótartíma til að tryggja Þrótturum sigurinn. Keflvíkingar voru 2-0 yfir á móti Haukum þegar 50 mínútur voru liðnar af leiknum en þá komu þrjú Haukamörk á þrettán mínútum. Haukarnir bættu svo einu marki við undir lokin og unnu 4-2 sigur. Björgvin Stefánsson skoraði tvö af mörkum Hauka í kvöld. Haukarnir hafa nú náð í 17 stig af 1 mögulegu í síðustu sjö deildarleikjum og eru núna aðeins þremur stigum frá sæti sem gefur þátttökurétt í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolti.net.Úrslit og markaskorarar í Inkasso deild karla í kvöld:Þór Ak - Fram 2-2 1-0 Kristján Örn Sigurðsson (19.), 1-1 Guðmundur Magnússon (33.), 2-1 Gunnar Örvar Stefánsson (48.), 2-2 Ivan Bubalo (76.).Þróttur - HK 2-1 0-1 Brynjar Jónasson (42.), 1-1 Rafn Andri Haraldsson (59.), 2-1 Viktor Jónsson (82)Haukar - Keflavík 4-2 0-1 Sjálfsmark (5), 0-2 Jeppe Hansen , víti (48.), 1-2 Harrison Hanley (54.), 2-2 Björgvin Stefánsson (60.), 3-2 Aron Jóhannsson (67.), 4-2 Björgvin Stefánsson (81.)Vísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Þróttur og Haukar unnu karaktersigra í Inkasso deild karla í fótbolta í kvöld en liðin lentu bæði undir í sínum leikjum. Þróttarar minnkuðu forskot Keflavíkur á toppnum í eitt stig í kvöld en í hálfleik stefndi í það Keflvíkingar væru að fara að stinga af á toppnum. Hefðu leikirnir endað í hálfleik þá væri Keflvíkingar með sjö stiga forskot en margt breyttist í seinni hálfleiknum. Þróttarar komu til baka og unnu 2-1 sigur á HK og Keflvíkingar misstu niður tveggja marka forskot á Ásvöllum og töpuðu 4-2 á móti heimamönnum í Haukum.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Laugardalnum og náði þessum myndum hér fyrir neðan. Keflavík er nú með 34 stig, Þróttarar hafa 33 stig og svo koma Fylkir og Haukar í næstu sætum með 30 stig. Fylkismenn eiga leik inni á móti Leikni F. á morgun. Viktor Jónsson skoraði sigurmark Þróttara á móti HK átta mínútum fyrir leikslok en HK-ingar voru fyrir leikinn búnir að vinna fimm leiki í röð. Brynjar Jónasson kom HK í 1-0 rétt fyrir hálfleik en Rafn Andri Haraldsson jafnaði metin. Þróttarar voru betri og áttu skilið að skora sigurmarkið sem kom með laglegum skalla frá Viktori á 82. mínútu. HK sótti samt undir lokin og þá þurfti ótrúlega markvörslu hjá Arnari Darra Péturssyni í uppbótartíma til að tryggja Þrótturum sigurinn. Keflvíkingar voru 2-0 yfir á móti Haukum þegar 50 mínútur voru liðnar af leiknum en þá komu þrjú Haukamörk á þrettán mínútum. Haukarnir bættu svo einu marki við undir lokin og unnu 4-2 sigur. Björgvin Stefánsson skoraði tvö af mörkum Hauka í kvöld. Haukarnir hafa nú náð í 17 stig af 1 mögulegu í síðustu sjö deildarleikjum og eru núna aðeins þremur stigum frá sæti sem gefur þátttökurétt í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolti.net.Úrslit og markaskorarar í Inkasso deild karla í kvöld:Þór Ak - Fram 2-2 1-0 Kristján Örn Sigurðsson (19.), 1-1 Guðmundur Magnússon (33.), 2-1 Gunnar Örvar Stefánsson (48.), 2-2 Ivan Bubalo (76.).Þróttur - HK 2-1 0-1 Brynjar Jónasson (42.), 1-1 Rafn Andri Haraldsson (59.), 2-1 Viktor Jónsson (82)Haukar - Keflavík 4-2 0-1 Sjálfsmark (5), 0-2 Jeppe Hansen , víti (48.), 1-2 Harrison Hanley (54.), 2-2 Björgvin Stefánsson (60.), 3-2 Aron Jóhannsson (67.), 4-2 Björgvin Stefánsson (81.)Vísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton
Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira