Biobú með rafknúinn sendibíl í sinni þjónustu Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2017 14:02 Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bíóbús og Sverrir Örn Gunnarsson við rafknúna sendibílinn Nissan e-NV200 sem fyrirtækið tók í sína þjónustu á árinu. Mjólkurbúið Biobú við Gylfaflöt í Reykjavík festi í febrúar kaup á rafknúnum sendibíl af gerðinni Nissan e-NV200 sem notaður er af starfsfólki sölu- og markaðsdeildar fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem hann er nýttur í kaupum á aðföngum fyrir fyrirtækið. Að sögn Sverris Arnars Gunnarssonar, sem fer með stjórn framleiðslu, sölu- og markaðsmála hjá Biobúi hefur bíllinn reynst ákaflega vel en að meðaltali er honum ekið um tvö þúsund kílómetra á mánuði. „Þeir sem nota bílinn hér í fyrirtækinu vilja helst ekki vera á neinum öðrum bíl, hann þykir svo þægilegur, sprækur og hljóðlátur,“ segir Sverrir. Biobú kaupir lífrænt vottaða mjólk af bændunum á Neðra-Hálsi í Kjós og Búlandi í Landeyjum og fer öll mjólkin til framleiðslu á lífrænum, aðallega jógúrti, skyri, mjólk og rjóma sem Biobú hefur sérhæft sig í framleiðslu á. „Það samræmist mjög vel hugmyndafræðinni að baki Biobúi um lífrænt vottaða framleiðslu að velja græna orkugjafa og það var ein ástæða þess að við ákváðum að kaupa þennan rafknúna sendibíl. Hann er mjög traustur og hagkvæmur í rekstri þannig að við erum mjög ánægð með bílinn og höfum áhuga á að taka fleiri svona rafmagnsbíla í notkun, ekki síst þegar Nissan kemur með enn langdrægari rafhlöðu á markað. Þá mun hann nýtast okkur til enn fleiri verkefna,“ segir Sverrir ennfremur. Nissan e-NV200 er bæði hægt að fá sem sendi- eða farþegabíl og ríkir mikil og almenn ánægja með tækni bílsins sem byggist á þeirri sömu og er í fólksbílnum Nissan Leaf. Bíllinn er rúmbetri en aðrir sendibílar í sama flokki og komast tvö Eurobretti auðveldlega fyrir í hleðslurýminu. Nissan hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir tækni og hagkvæman rekstrarkostnað e-NV200, ekki síst fyrir fyrirtæki enda fylgja honum hvorki hefðbundin eldsneytiskaup eða regluleg smurþjónusta svo nokkuð sé nefnt. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent
Mjólkurbúið Biobú við Gylfaflöt í Reykjavík festi í febrúar kaup á rafknúnum sendibíl af gerðinni Nissan e-NV200 sem notaður er af starfsfólki sölu- og markaðsdeildar fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem hann er nýttur í kaupum á aðföngum fyrir fyrirtækið. Að sögn Sverris Arnars Gunnarssonar, sem fer með stjórn framleiðslu, sölu- og markaðsmála hjá Biobúi hefur bíllinn reynst ákaflega vel en að meðaltali er honum ekið um tvö þúsund kílómetra á mánuði. „Þeir sem nota bílinn hér í fyrirtækinu vilja helst ekki vera á neinum öðrum bíl, hann þykir svo þægilegur, sprækur og hljóðlátur,“ segir Sverrir. Biobú kaupir lífrænt vottaða mjólk af bændunum á Neðra-Hálsi í Kjós og Búlandi í Landeyjum og fer öll mjólkin til framleiðslu á lífrænum, aðallega jógúrti, skyri, mjólk og rjóma sem Biobú hefur sérhæft sig í framleiðslu á. „Það samræmist mjög vel hugmyndafræðinni að baki Biobúi um lífrænt vottaða framleiðslu að velja græna orkugjafa og það var ein ástæða þess að við ákváðum að kaupa þennan rafknúna sendibíl. Hann er mjög traustur og hagkvæmur í rekstri þannig að við erum mjög ánægð með bílinn og höfum áhuga á að taka fleiri svona rafmagnsbíla í notkun, ekki síst þegar Nissan kemur með enn langdrægari rafhlöðu á markað. Þá mun hann nýtast okkur til enn fleiri verkefna,“ segir Sverrir ennfremur. Nissan e-NV200 er bæði hægt að fá sem sendi- eða farþegabíl og ríkir mikil og almenn ánægja með tækni bílsins sem byggist á þeirri sömu og er í fólksbílnum Nissan Leaf. Bíllinn er rúmbetri en aðrir sendibílar í sama flokki og komast tvö Eurobretti auðveldlega fyrir í hleðslurýminu. Nissan hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir tækni og hagkvæman rekstrarkostnað e-NV200, ekki síst fyrir fyrirtæki enda fylgja honum hvorki hefðbundin eldsneytiskaup eða regluleg smurþjónusta svo nokkuð sé nefnt.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent