Hryðjuverk í Barcelona: Sendiferðabíl ekið á fólk á Römblunni Atli Ísleifsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 17. ágúst 2017 15:26 Ramblan í Barcelona. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Afp Sendiferðabíl hefur verið ekið á hóp fólks á Römblunni í Barcelona. Innanríkisráðherra Katalóníu segir að 13 séu látnir og rúmlega 100 særðir, þar af 15 alvarlega. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Lögregla segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Blaðið La Vanguardia greinir frá því að bíllinn hafi stöðvast eftir að hafa verið ekið á sjoppu á mótum Römblunnar og Carrer Bonsucces.Sendiferðabíllinn var af gerðinni Fíat og hvítur að lit. Ökumaður bílsins stakk af frá vettvangi og er enn ófundinn. Lögreglan handtók mann að nafni Driss Oukabir sem talið er að hafi leigt sendiferðabílinn. Þá var annar maður handtekinn á áttunda tímanum, hann hefur ekki verið nafngreindur. Hvorugur þeirra er sagður vera ökumaður bílsins sem notaður var í árásinni.Lögreglan hefur fundið annan bíl sem sagður er hafa notaður við árásina í bænum Vic, 72 kílómetra frá Barcelona.Ökumaður bíls, sem tengdist árásinni ekki á nokkurn hátt, var skotinn til bana eftir að hafa ekið á tvo lögreglumenn í útjaðri borgarinnar. Mikil lögregluaðgerð stendur enn yfir í Barcelona.Fréttir hafa borist um að árásarmennirnir, einn eða fleiri, hafi tekið fólk í gíslingu á veitingastað nærri La Boqueria. Lögreglan í Katalóníu segir ekkert hæft í þeim fréttum.Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 17:05 að staðartíma, eða 15:05 að íslenskum tíma.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið lokuð í rúmlega 6 klukkustundir. Vegfarendur eru þó beðnir um að hafa varann á og fylgja fyrirmælum lögreglunnar.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Fréttin verður uppfærð, en fylgjast má með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan.
Sendiferðabíl hefur verið ekið á hóp fólks á Römblunni í Barcelona. Innanríkisráðherra Katalóníu segir að 13 séu látnir og rúmlega 100 særðir, þar af 15 alvarlega. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Lögregla segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Blaðið La Vanguardia greinir frá því að bíllinn hafi stöðvast eftir að hafa verið ekið á sjoppu á mótum Römblunnar og Carrer Bonsucces.Sendiferðabíllinn var af gerðinni Fíat og hvítur að lit. Ökumaður bílsins stakk af frá vettvangi og er enn ófundinn. Lögreglan handtók mann að nafni Driss Oukabir sem talið er að hafi leigt sendiferðabílinn. Þá var annar maður handtekinn á áttunda tímanum, hann hefur ekki verið nafngreindur. Hvorugur þeirra er sagður vera ökumaður bílsins sem notaður var í árásinni.Lögreglan hefur fundið annan bíl sem sagður er hafa notaður við árásina í bænum Vic, 72 kílómetra frá Barcelona.Ökumaður bíls, sem tengdist árásinni ekki á nokkurn hátt, var skotinn til bana eftir að hafa ekið á tvo lögreglumenn í útjaðri borgarinnar. Mikil lögregluaðgerð stendur enn yfir í Barcelona.Fréttir hafa borist um að árásarmennirnir, einn eða fleiri, hafi tekið fólk í gíslingu á veitingastað nærri La Boqueria. Lögreglan í Katalóníu segir ekkert hæft í þeim fréttum.Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 17:05 að staðartíma, eða 15:05 að íslenskum tíma.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið lokuð í rúmlega 6 klukkustundir. Vegfarendur eru þó beðnir um að hafa varann á og fylgja fyrirmælum lögreglunnar.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Fréttin verður uppfærð, en fylgjast má með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira