„Grjótið flýgur í allar áttir“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 20:00 Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur. Veggurinn er hluti af stærri framkvæmd þar sem verið er að koma fyrir strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Meðfram Klambratúni verður gerður hjólastígur og göngustígur en tveir hljóðvarnarveggir verða meðfram götunni. Norðan megin er grjótkörfuveggurinn sem eru um 150 sentimetra hár en sunnan megin steyptur veggur. Sérfræðingur í umferðaröryggi telur grjótvegginn geta verið hættulegan. „Þetta er ekki viðurkennt umferðamannvirki að mínu viti. Ef það lendir bíll á þessu, þetta hreyfist allt saman, þá splundrast þessir veggir og grjótið flýgur í allar áttir; inn í bíla og inn á göngustíg. Ef menn ætla að hafa þetta svona er alveg klárt að það þarf að gera vegrið hérna megin við þennan steinvegg," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi. Grjótveggurinn kostar um tuttugu milljónir króna og er þó ódýrari kostur en steinveggurinn hinum megin sem kostar fjörtíu milljónir. Ólafur telur þann fyrrnefnda hins vegar óþarfi. „Þetta er sett hérna sem hljóðmön, en ég veit ekki hljóðmön fyrir hverja þar sem íbúabyggðin er hinum megin við götuna," segir Ólafur. Framkvæmdirnar á 380 metra kaflanum kosta um 360 milljónir króna. „Þetta kostar hvorki meira né minna en tæpa milljón á metar. Og ég held að fjármunum væri nú betur varið í eitthvað annað," segir Ólafur. Samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg segir grjótvegginn gegna tvíþættu hlutverki; bæta gæði Klambratúns og hindra að gangandi vegfarendur komist hvar sem er yfir götuna. Ekkert vegrið verður þó við vegginn. „Það kemur kantsteinn fyrir framan vegginn en ekkert vegrið," segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir vírnetið eiga að halda grjótinu á sínum stað við árekstur. „Þetta er í raun og veru þannig hönnun að fyrir bíl sem rekst utan í þetta, að þá verða áhrifin þau sömu og að lenda á vegriði. Þetta er hugsað með það í huga," segir Þorsteinn. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur. Veggurinn er hluti af stærri framkvæmd þar sem verið er að koma fyrir strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Meðfram Klambratúni verður gerður hjólastígur og göngustígur en tveir hljóðvarnarveggir verða meðfram götunni. Norðan megin er grjótkörfuveggurinn sem eru um 150 sentimetra hár en sunnan megin steyptur veggur. Sérfræðingur í umferðaröryggi telur grjótvegginn geta verið hættulegan. „Þetta er ekki viðurkennt umferðamannvirki að mínu viti. Ef það lendir bíll á þessu, þetta hreyfist allt saman, þá splundrast þessir veggir og grjótið flýgur í allar áttir; inn í bíla og inn á göngustíg. Ef menn ætla að hafa þetta svona er alveg klárt að það þarf að gera vegrið hérna megin við þennan steinvegg," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi. Grjótveggurinn kostar um tuttugu milljónir króna og er þó ódýrari kostur en steinveggurinn hinum megin sem kostar fjörtíu milljónir. Ólafur telur þann fyrrnefnda hins vegar óþarfi. „Þetta er sett hérna sem hljóðmön, en ég veit ekki hljóðmön fyrir hverja þar sem íbúabyggðin er hinum megin við götuna," segir Ólafur. Framkvæmdirnar á 380 metra kaflanum kosta um 360 milljónir króna. „Þetta kostar hvorki meira né minna en tæpa milljón á metar. Og ég held að fjármunum væri nú betur varið í eitthvað annað," segir Ólafur. Samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg segir grjótvegginn gegna tvíþættu hlutverki; bæta gæði Klambratúns og hindra að gangandi vegfarendur komist hvar sem er yfir götuna. Ekkert vegrið verður þó við vegginn. „Það kemur kantsteinn fyrir framan vegginn en ekkert vegrið," segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir vírnetið eiga að halda grjótinu á sínum stað við árekstur. „Þetta er í raun og veru þannig hönnun að fyrir bíl sem rekst utan í þetta, að þá verða áhrifin þau sömu og að lenda á vegriði. Þetta er hugsað með það í huga," segir Þorsteinn.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira