„Grjótið flýgur í allar áttir“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 20:00 Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur. Veggurinn er hluti af stærri framkvæmd þar sem verið er að koma fyrir strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Meðfram Klambratúni verður gerður hjólastígur og göngustígur en tveir hljóðvarnarveggir verða meðfram götunni. Norðan megin er grjótkörfuveggurinn sem eru um 150 sentimetra hár en sunnan megin steyptur veggur. Sérfræðingur í umferðaröryggi telur grjótvegginn geta verið hættulegan. „Þetta er ekki viðurkennt umferðamannvirki að mínu viti. Ef það lendir bíll á þessu, þetta hreyfist allt saman, þá splundrast þessir veggir og grjótið flýgur í allar áttir; inn í bíla og inn á göngustíg. Ef menn ætla að hafa þetta svona er alveg klárt að það þarf að gera vegrið hérna megin við þennan steinvegg," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi. Grjótveggurinn kostar um tuttugu milljónir króna og er þó ódýrari kostur en steinveggurinn hinum megin sem kostar fjörtíu milljónir. Ólafur telur þann fyrrnefnda hins vegar óþarfi. „Þetta er sett hérna sem hljóðmön, en ég veit ekki hljóðmön fyrir hverja þar sem íbúabyggðin er hinum megin við götuna," segir Ólafur. Framkvæmdirnar á 380 metra kaflanum kosta um 360 milljónir króna. „Þetta kostar hvorki meira né minna en tæpa milljón á metar. Og ég held að fjármunum væri nú betur varið í eitthvað annað," segir Ólafur. Samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg segir grjótvegginn gegna tvíþættu hlutverki; bæta gæði Klambratúns og hindra að gangandi vegfarendur komist hvar sem er yfir götuna. Ekkert vegrið verður þó við vegginn. „Það kemur kantsteinn fyrir framan vegginn en ekkert vegrið," segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir vírnetið eiga að halda grjótinu á sínum stað við árekstur. „Þetta er í raun og veru þannig hönnun að fyrir bíl sem rekst utan í þetta, að þá verða áhrifin þau sömu og að lenda á vegriði. Þetta er hugsað með það í huga," segir Þorsteinn. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur. Veggurinn er hluti af stærri framkvæmd þar sem verið er að koma fyrir strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Meðfram Klambratúni verður gerður hjólastígur og göngustígur en tveir hljóðvarnarveggir verða meðfram götunni. Norðan megin er grjótkörfuveggurinn sem eru um 150 sentimetra hár en sunnan megin steyptur veggur. Sérfræðingur í umferðaröryggi telur grjótvegginn geta verið hættulegan. „Þetta er ekki viðurkennt umferðamannvirki að mínu viti. Ef það lendir bíll á þessu, þetta hreyfist allt saman, þá splundrast þessir veggir og grjótið flýgur í allar áttir; inn í bíla og inn á göngustíg. Ef menn ætla að hafa þetta svona er alveg klárt að það þarf að gera vegrið hérna megin við þennan steinvegg," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi. Grjótveggurinn kostar um tuttugu milljónir króna og er þó ódýrari kostur en steinveggurinn hinum megin sem kostar fjörtíu milljónir. Ólafur telur þann fyrrnefnda hins vegar óþarfi. „Þetta er sett hérna sem hljóðmön, en ég veit ekki hljóðmön fyrir hverja þar sem íbúabyggðin er hinum megin við götuna," segir Ólafur. Framkvæmdirnar á 380 metra kaflanum kosta um 360 milljónir króna. „Þetta kostar hvorki meira né minna en tæpa milljón á metar. Og ég held að fjármunum væri nú betur varið í eitthvað annað," segir Ólafur. Samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg segir grjótvegginn gegna tvíþættu hlutverki; bæta gæði Klambratúns og hindra að gangandi vegfarendur komist hvar sem er yfir götuna. Ekkert vegrið verður þó við vegginn. „Það kemur kantsteinn fyrir framan vegginn en ekkert vegrið," segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir vírnetið eiga að halda grjótinu á sínum stað við árekstur. „Þetta er í raun og veru þannig hönnun að fyrir bíl sem rekst utan í þetta, að þá verða áhrifin þau sömu og að lenda á vegriði. Þetta er hugsað með það í huga," segir Þorsteinn.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira