Ekki vitað hvað hreinsunarstarf á Úlfljótsvatni mun kosta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 10:55 Einn af skálunum við Úlfljótsvatn í dag sem var þrifinn um helgina. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Síðustu skátahóparnir sem dvöldu á Úlfljótsvatni þegar nóróveirusýking kom þar upp í síðustu viku fara þaðan í dag. Nú tekur við umfangsmikið hreinsunarstarf. Ekki er vitað hver þarf að bera kostnaðinn af þrifunum. „Ég geri ráð fyrir því að hann lendi á okkur,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns í samtali við Vísi, aðspurð um hver muni bera kostnað af hreinsunarstarfi. Hún segist ekki vera viss um hve hár kostnaðurinn verður. „Nei það hlýtur að fara mjög mikið eftir því hvernig við gerum þetta. Við munum vonandi fá leiðbeiningar í dag um það hvaða leiðir eru færar og munum þá meta hvað myndi meika mest sens. Lokað í þrjár vikur Elín segir að þau leggi ekki áherslu á að hreinsunarstarfið taki fljótt af. Ákvörðun hafi verið tekin um að loka staðnum næstu þrjár vikurnar. „Að þeim loknum á ekki að vera mögulegt að veiran sé enn til staðar. Þess vegna er þetta ekki klukkutímaspursmál að hefja hreinsunina en við þurfum auðvitað að gera það til að geta notað byggingar og undirbúa opnun á ný.“ Á níunda tug höfðu sýkst af nóróveirusýkingu á Úlfljótsvatni á fimm dögum. Tíu manns, þar af einn starfsmaður, á Úlfljótsvatni voru enn veikir af sýkingunni um hádegi í gær. 181 erlendur skáti og foringjar voru færðir í einangrun í grunnskólann í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að á sjötta tug þeirra greindust með fyrrnefnd einkenni nóróveiru. Bati flestra var þó fljótur og allir höfðu verið útskrifaðir á sunnudag. Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Síðustu skátahóparnir sem dvöldu á Úlfljótsvatni þegar nóróveirusýking kom þar upp í síðustu viku fara þaðan í dag. Nú tekur við umfangsmikið hreinsunarstarf. Ekki er vitað hver þarf að bera kostnaðinn af þrifunum. „Ég geri ráð fyrir því að hann lendi á okkur,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns í samtali við Vísi, aðspurð um hver muni bera kostnað af hreinsunarstarfi. Hún segist ekki vera viss um hve hár kostnaðurinn verður. „Nei það hlýtur að fara mjög mikið eftir því hvernig við gerum þetta. Við munum vonandi fá leiðbeiningar í dag um það hvaða leiðir eru færar og munum þá meta hvað myndi meika mest sens. Lokað í þrjár vikur Elín segir að þau leggi ekki áherslu á að hreinsunarstarfið taki fljótt af. Ákvörðun hafi verið tekin um að loka staðnum næstu þrjár vikurnar. „Að þeim loknum á ekki að vera mögulegt að veiran sé enn til staðar. Þess vegna er þetta ekki klukkutímaspursmál að hefja hreinsunina en við þurfum auðvitað að gera það til að geta notað byggingar og undirbúa opnun á ný.“ Á níunda tug höfðu sýkst af nóróveirusýkingu á Úlfljótsvatni á fimm dögum. Tíu manns, þar af einn starfsmaður, á Úlfljótsvatni voru enn veikir af sýkingunni um hádegi í gær. 181 erlendur skáti og foringjar voru færðir í einangrun í grunnskólann í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að á sjötta tug þeirra greindust með fyrrnefnd einkenni nóróveiru. Bati flestra var þó fljótur og allir höfðu verið útskrifaðir á sunnudag.
Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira