Vegna góðrar verkefnastöðu hjá Icelandair næsta vetur hefur félagið dregið til baka uppsagnir u.þ.b. 50 flugmanna. Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair.
„Þetta má fyrst og fremst rekja til aukinna erlendra leiguverkefna sem félagið hefur unnið að á undanförnum mánuðum í samvinnu við systurfélagið Loftleiðir Icelandic, m.a. á Grænhöfðaeyjum eins og komið hefur fram í fréttum,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair.
Vísar hann í fréttir sem sagðar voru í byrjun mánaðarins um samkomulag Loftleiða, flugfélagsins TACV Cabo Verde Airlines og ríkisstjórnar Grænhöfðaeyja, sem statt er í Vestur-Afríku, gerðu við endurskipulagningu flugfélagsins TACV Cabo Verde. Var þá sagt að markmiðið væri að styrkja alþjóðaflugvöllinn á eyjunum og vinna að því að gera eyjaklasann að álitlegum ferðamannastað allt árið um kring.
Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna
Benedikt Bóas skrifar

Mest lesið



Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili
Viðskipti innlent

Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags
Viðskipti innlent

Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu
Viðskipti innlent


Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga
Viðskipti innlent

Íslenskt sund í New York
Viðskipti erlent

Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur
Viðskipti erlent

Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku
Viðskipti innlent