
Icelandair

Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór
Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux.

Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn
Icelandair er annað félagið til að fljúga til Nashville, Tennesse frá Evrópu, fyrsta flugið var fyrir helgi og móttökur heimamanna voru með ólíkindum.

Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt
Íslendinganýlendan í Lúxemborg missti dýrmæt tengsl við heimalandið þegar beinu flugi var hætt á milli landanna. Mjög hefur dregið úr starfsemi Íslendingafélagsins í landinu og virðist íslenska samfélagið þar smámsaman vera að renna inn í það lúxemborgíska.

Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022.

Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna
Ungir íslenskir flugmenn sem misstu vinnuna hjá Loftleiðum upp úr 1970 færðu sig flestir yfir til hins nýstofnaða félags Cargolux. Þar biðu þeirra meiri ævintýri en þeir höfðu áður kynnst en einnig miklar áskoranir.

Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar
Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum.

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Icelandair hóf í dag að rukka fyrir aðra óáfenga drykki en vatn, kaffi og te á almennu farrými á Evrópuleiðum. Það er sagt liður í auka skilvirkni í rekstri félagsins.

Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar
Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana.

Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu
Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu.

Metfjöldi farþega í mars
Icelandair flutti metfjölda farþega í mars eða 312 þúsund, fimm prósent fleiri en á sama tíma í fyrra en flugframboð jókst að sama skapi um fimm prósent.

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, segir að eftir að Icelandair valdi að kaupa Boeing 737 MAX-þotur fremur en Airbus A320 hafi Wow notið óvenju góðrar þjónustu hjá Airbus-mönnum.

Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair
Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing.

Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri
Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna.

Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing
Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina.

„Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari.

Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna
Verulegar efasemdir voru innan stjórnar Flugleiða á níunda áratugnum um hvort rétt væri að halda áfram flugi til Ameríku. Meirihluti stjórnarinnar hallaðist að því að félagið einbeitti sér að Evrópuflugi og að Ameríkuflugi yrði hætt.

Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg
Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél.

Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki
Vestfirska Flugfélagið Ernir á Ísafirði var komið með nítján sæta Twin Otter-vél þegar best gekk. En þegar fjaraði undan Vestfjarðafluginu voru það verkefni í Afríku sem gáfu Herði Guðmundssyni færi á því að halda flugvélinni.

Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist
Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp.

Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna
Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins.

Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður
Heathrow-flugvelli hefur verið lokað í kjölfar þess að eldur kom upp í rafstöð í vesturhluta Lundúna. Völlurinn verður lokaður fram til miðnættis en lokunin er sögð munu hafa áhrif á flugumferð um allan heim.

Hágæðaflug til Ísafjarðar
Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett.

„Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“
Einn helsti brautryðjandi flugútrásar Íslendinga, Arngrímur Jóhannsson, segir galdurinn að góðum árangri ekki flókinn; innkoman verði að vera meiri en útgjöldin. Í þættinum Flugþjóðin Stöð 2 í kvöld var fjallað um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í gegnum tíðina.

Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif
Hundruðum flugferða hefur verið aflýst vegna óvæntra verkfalla flugvallarstarfsmanna á flugvöllum í Þýskalandi. Verkfallsaðgerðin hófst óvænt á sunndag á flugvellinum í Hamborg vegna launadeilna sem staðið hafa yfir en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland og hefur áhrif á alla flugumferð.

Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair
Icelandair flutti 251 þúsund farþega í febrúar 2025, 7% fleiri en á sama tíma í fyrra en flugframboð jókst um 8%. Þar af voru 40% farþega á leið til Íslands, 20% frá Íslandi, 33% ferðuðust um Ísland og 7% innan Íslands. Sætanýting hefur aldrei verið betri í febrúarmánuði eða 79,8% og stundvísi nam 80,5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair
Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur gefið út tegundarskírteini fyrir Airbus A321 XLR-þotuna knúna Pratt & Whitney-hreyflum. Áður hafði stofnunin samþykkt flugvélina með CFM LEAP-hreyflum. Sú vottun fékkst fyrir sjö mánuðum, í júlímánuði 2024, og var forsenda þess að hægt yrði að taka þotuna í almenna notkun.

Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið.

Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar
Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi.

Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins
„Þessi er bara númer eitt. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt,“ segir einn reynslumesti flugvirki Icelandair, Kristján Þór Svavarsson, um Boeing 757-þotuna.

Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun
Önnur Airbus-þota Icelandair er væntanleg til Íslands á morgun frá verksmiðjunum í Hamborg. Áætlað er að hún lendi í Keflavík í hádeginu, um klukkan 12:30. Þotan fær nafnið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB.