Danski landsliðsfyrirliðinn Pernille Harder er ein af þremur sem eru tilnefndar sem besta knattspyrnukona Evrópu í ár.
Aukl Harder eru tilnefndar Hollendingurinn Lieke Martens og Þjóðverjinn Dzsenifer Marozsan. Marozsan er fyrirliði þýska landsliðsins en Martens var kosin besti leikmaður Evrópumótsins þar sem hún hjálpaði Hollandi að ná EM- gullinu í fyrsta sinn.
Pernille Harder fór fyrir danska landsliðinu sem komst alla leið í úrslitaleikinn á EM í Hollandi en varð að sætta sig við tap fyrir Hollandi. Harder skoraði í úrslitaleiknum en það var ekki nóg.
Harder hafði leikið undanfarin ár með sænska liðinu Linköping FC en fór í byrjun árs til þýska liðsins VfL Wolfsburg og varð þar með samherji íslensku landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur.
Harder og Sara Björk urðu tvöfaldir meistarar með VfL Wolfsburg á síðustu leiktíð.
Pernille Harder er 25 ára gömul og spilar framarlega á vellinum. Hún skoraði 6 mörk í 12 deildarleikjum með Wolfsburg á sínu fyrsta tímabili í þýsku úrvalsdeildinni.
Það voru, þjálfarar landsliðanna sextán á EM, þjálfarar liðanna sem komust í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og tuttugu fjölmiðlamenn sem sérhæfa sig í umfjöllum um kvennafótbolta, sem kusu.
Það mun síðan koma í ljós í Mónakó 24. ágúst næstkomandi hver þessara þriggja verður kosin besta knattspyrnukona Evrópu í ár.
Dönsk knattspyrnukona kemur til greina sem sú besta í Evrópu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Ég trúi þessu varla“
Sport




Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn

United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn