Sport

Anníe Mist, Sara og Björgvin í þakkarhópi heimsleikanna | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir.
Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/crossfitgames
Íslenska crossfit-fólkið Anníe Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson voru valin til þess að þakka öllum áhorfendunum, öllu starfsfólkinu og öllum sjálfboðaliðunum fyrir vel heppnaða heimsleika og vel heppnað crossfit-tímabil.

Heimsleikarnir í crossfit fóru nú fram í Madison í Wisconsin-fylki í fyrsta sinn og heppnuðust leikarnir í ár mjög vel. Crossfit-samtökunum var umhugað að þakka vel fyrir sig og fengu til þess flotta íþróttafólkið sitt. Það fylgir því talsverð endurskipulagning að fara með heimsleikana á nýjan stað og því þurftu samtökin að treysta á aðstoð úr mörgum áttum.

Þau hraustustu í heimi, Mathew Fraser frá Bandaríikjunum og Tia-Clair Toomey frá Ástralíu, voru að sjálfsögðu í stóru hlutverki í þakkarmyndbandinu en þar var líka silfurmaðurinn Brent Fikowski frá Ástralíu sem og Patrick Vellner frá Kanada.

Ísland átti hinsvegar þrjá flotta fulltrúa í myndbandinu. Anníe Mist lenti í þriðja sæti í kvennaflokknum og Sara í því fjórða en Björgvin Karl varð sjötti hjá strákunum. Þau tóku öll þátt í því að þakka fyrir sig.

Það sést vel á hvaða stalli Anníe Mist Þórisdóttir er í crossfit-heiminum því hún fékk eitt stærsta hlutverkið í myndbandinu. Anníe Mist var að komast á verðlaunapall í fimmta sinn á heimsleikunum í ár en hún hefur unnið tvö gull og tvö silfur á heimsleikunum.








Tengdar fréttir

Annie Mist: Eyddi öllum efasemdaröddunum

Annie Mist Þórisdóttir komst aftur á verðlaunapall á heimsleikunum í crossfit um helgina, sjö árum eftir að hún var þar fyrst og þremur árum eftir að hún var þar síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×