Misgerðir sem verða ekki fyrirgefnar Tryggvi Gíslason skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Sumar misgerðir verða ekki fyrirgefnar, hvorki samfélagslega né trúarlega. Verstar af þessum misgerðum, sem ekki er unnt að fyrirgefa, er ofbeldi gegn börnum, einkum kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg misnotkun barna, og annað ofbeldi svo sem skammir og barsmíðar. Ofbeldi gegn konum – og „for den sags skyld“ ofbeldi gegn okkur körlum – svo og hvers konar líkamsmeiðingar á fólki, af sumum taldar til íþrótta, eru skammarlegar, en allt ofbeldi er framið vegna siðblindu og í sumum tilvikum vegna geðbilunar. Hernaðarofbeldi, sem í flestum tilvikum á rætur að rekja til gróðafíknar kapítalista og við heyrum af úti í hinum stóra heimi, bitnar ávallt á saklausu fólki, einkum konum og börnum, og eru þyngri en tárum taki og eru einnig misgerðir sem ekki er unnt að fyrirgefa. Hernaðarofbeldi – eins og allt annað ofbeldi – er ein grundvallarmynd valdabaráttu siðblindra stjórnvalda þar sem valdasjónarmið ráða.Kristileg fyrirgefning Í grein 16. apríl 2013, sem nefnd er „Fyrirgefning – ekki alltaf svarið“, spyr Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, hvort fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins sé gagnlegt í dag – og hún segir: „Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er fyrirgefning ekki alltaf svarið.“ Bent skal á að kristin fyrirgefning er að dómi prófessorsins í guðfræðilegri siðfræði ekki alltaf svar við ofbeldi – og til sé annað svar. Auk þess ber að hafa í huga á þessum síðustu og verstu tímum, hafa menn, sem kallaðir eru löglærðir og hafa gegnt dómarastörfum við Hæstarétt Íslands, mæla með uppreist æru brotamanna, sem gerst hafa sekir um kynferðisleg ofbeldi og misnotkun á börnum og telja uppreist brotamanna eftir slíkar misgerðir til mannréttinda. Þarna skortir eitthvað á skilning, siðferði og heiðarleika.Skóggangur Í lögum íslenska þjóðveldisins eru ákvæði um hegningar við alvarlegustu brot. Þyngsta refsing, sem lögin gerðu ráð fyrir, var svo nefndur skóggangur, ævilöng útlegð úr landinu – brottrekstur úr mannlegu samfélagi. Ef til vill væri ekki úr vegi að huga að því aftur að taka aftur upp einhvers konar skóggangsdóm yfir brotamönnum sem gerast sekir um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og annað skelfilegt ofbeldi.Höfundur er fyrrverandi skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Sumar misgerðir verða ekki fyrirgefnar, hvorki samfélagslega né trúarlega. Verstar af þessum misgerðum, sem ekki er unnt að fyrirgefa, er ofbeldi gegn börnum, einkum kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg misnotkun barna, og annað ofbeldi svo sem skammir og barsmíðar. Ofbeldi gegn konum – og „for den sags skyld“ ofbeldi gegn okkur körlum – svo og hvers konar líkamsmeiðingar á fólki, af sumum taldar til íþrótta, eru skammarlegar, en allt ofbeldi er framið vegna siðblindu og í sumum tilvikum vegna geðbilunar. Hernaðarofbeldi, sem í flestum tilvikum á rætur að rekja til gróðafíknar kapítalista og við heyrum af úti í hinum stóra heimi, bitnar ávallt á saklausu fólki, einkum konum og börnum, og eru þyngri en tárum taki og eru einnig misgerðir sem ekki er unnt að fyrirgefa. Hernaðarofbeldi – eins og allt annað ofbeldi – er ein grundvallarmynd valdabaráttu siðblindra stjórnvalda þar sem valdasjónarmið ráða.Kristileg fyrirgefning Í grein 16. apríl 2013, sem nefnd er „Fyrirgefning – ekki alltaf svarið“, spyr Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, hvort fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins sé gagnlegt í dag – og hún segir: „Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er fyrirgefning ekki alltaf svarið.“ Bent skal á að kristin fyrirgefning er að dómi prófessorsins í guðfræðilegri siðfræði ekki alltaf svar við ofbeldi – og til sé annað svar. Auk þess ber að hafa í huga á þessum síðustu og verstu tímum, hafa menn, sem kallaðir eru löglærðir og hafa gegnt dómarastörfum við Hæstarétt Íslands, mæla með uppreist æru brotamanna, sem gerst hafa sekir um kynferðisleg ofbeldi og misnotkun á börnum og telja uppreist brotamanna eftir slíkar misgerðir til mannréttinda. Þarna skortir eitthvað á skilning, siðferði og heiðarleika.Skóggangur Í lögum íslenska þjóðveldisins eru ákvæði um hegningar við alvarlegustu brot. Þyngsta refsing, sem lögin gerðu ráð fyrir, var svo nefndur skóggangur, ævilöng útlegð úr landinu – brottrekstur úr mannlegu samfélagi. Ef til vill væri ekki úr vegi að huga að því aftur að taka aftur upp einhvers konar skóggangsdóm yfir brotamönnum sem gerast sekir um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og annað skelfilegt ofbeldi.Höfundur er fyrrverandi skólameistari.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun