Gunnar Heiðar: Draumur síðan ég var lítill peyi Smári Jökull Jónsson skrifar 12. ágúst 2017 19:15 Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði sigurmarkið. mynd/hafliði breiðfjörð „Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg. Þetta er búinn að vera draumur síðan ég var lítill peyi að vinna titil með ÍBV,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður ÍBV en tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn með því að skora eina mark leiksins gegn FH í dag. Eyjamenn töpuðu fyrir Val í úrslitum í fyrra og margir sem höfðu ekki trú á Gunnari Heiðari eftir meiðslahrjáðan vetur. Hélt hann eftir leikinn í fyrra að hann fengið annað tækifæri til að vinna titil með ÍBV? „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég ekki. Ég hélt að það hefði verið minn síðasti séns að ná í titil sem leikmaður. Svo byrjaði maður aftur og hugsaði að ég skyldi taka bikar með þessu liði. Þetta er geggjað. Ég er raddlaus, gjörsamlega búinn á því en stuðningurinn hér frá fólkinu okkar sem kom frá Eyjum. Við fáum þennan aukakraft þegar allir standa saman og við sjáum það í dag,“ bætti Gunnar Heiðar við. ÍBV er í fallsæti í Pepsi-deildinni og flestir á því að FH væri sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag. „Það er ekki í fyrsta sinn að allir séu búnir að dæma okkur í eitthvað rugl. Við höfum sýnt að þegar leikmenn og áhorfendur standa saman þá getum við allt. Planið okkar var að virka en auðvitað var þetta erfiðara í seinni hálfleik og þeir komust betur inn í þetta. En mér gæti ekki verið meira sama, við erum bikarmeistarar.“ Eyjamenn hafa verið þekktir fyrir magnaðar móttökur í Vestmannaeyjum þegar íþróttaliðin þeirra koma heim með bikar. Gunnar Heiðar sagðist afar spenntur fyrir kvöldinu. „Ég er búinn að horfa svo oft á handboltaliðið koma heim síðustu ár og hugsa hvað mig langi að gera þetta með fótboltanum. Nú er það að gerast og það verður sko nýtt,“ sagði hetja Eyjamanna að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30 Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
„Tilfinningin er hrikalega góð, ég er svo stoltur að það hálfa væri nóg. Þetta er búinn að vera draumur síðan ég var lítill peyi að vinna titil með ÍBV,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður ÍBV en tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn með því að skora eina mark leiksins gegn FH í dag. Eyjamenn töpuðu fyrir Val í úrslitum í fyrra og margir sem höfðu ekki trú á Gunnari Heiðari eftir meiðslahrjáðan vetur. Hélt hann eftir leikinn í fyrra að hann fengið annað tækifæri til að vinna titil með ÍBV? „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég ekki. Ég hélt að það hefði verið minn síðasti séns að ná í titil sem leikmaður. Svo byrjaði maður aftur og hugsaði að ég skyldi taka bikar með þessu liði. Þetta er geggjað. Ég er raddlaus, gjörsamlega búinn á því en stuðningurinn hér frá fólkinu okkar sem kom frá Eyjum. Við fáum þennan aukakraft þegar allir standa saman og við sjáum það í dag,“ bætti Gunnar Heiðar við. ÍBV er í fallsæti í Pepsi-deildinni og flestir á því að FH væri sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag. „Það er ekki í fyrsta sinn að allir séu búnir að dæma okkur í eitthvað rugl. Við höfum sýnt að þegar leikmenn og áhorfendur standa saman þá getum við allt. Planið okkar var að virka en auðvitað var þetta erfiðara í seinni hálfleik og þeir komust betur inn í þetta. En mér gæti ekki verið meira sama, við erum bikarmeistarar.“ Eyjamenn hafa verið þekktir fyrir magnaðar móttökur í Vestmannaeyjum þegar íþróttaliðin þeirra koma heim með bikar. Gunnar Heiðar sagðist afar spenntur fyrir kvöldinu. „Ég er búinn að horfa svo oft á handboltaliðið koma heim síðustu ár og hugsa hvað mig langi að gera þetta með fótboltanum. Nú er það að gerast og það verður sko nýtt,“ sagði hetja Eyjamanna að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30 Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 1-0 | Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar tryggði ÍBV fyrsta titilinn í nítján ár Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV gegn FH í úrslitum bikarsins í Laugardalnum en þetta er fyrsti titill ÍBV frá árinu 1998. 12. ágúst 2017 19:30
Kristján: Þjóðhátíð númer tvö og þrjú "Þetta er rosalegt, ég er svo glaður að það er með ólíkindum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir að hans menn tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á FH á Laugardalsvelli í dag. 12. ágúst 2017 18:41