Vill slaka á skattbyrði sjúklinga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur.Fjallað var um mál Njáls Þórðarsonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum en hann glímir við ristilkrabbamein og sótti um skattaívilnun vegna lyfja- og læknakostnaðar er hljóðar upp á 624 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri synjaði beiðninni þar sem upphæðin þótti ekki skerða gjaldþol fjölskyldunnar verulega. Í lögum um tekjuskatt er heimild til þess að lækka skattstofn þegar veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Skilyrðið um skert gjaldþol er þó ekki útfært nánar og liggur mat á þessu hjá skattyfirvöldum. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skoða þurfi framkvæmdina. „Hvort að það kunni að vera að skattayfirvöld séu að túlka þessa heimildir í skattalögum of þröngt þannig að markmið laganna, sem er að veita sjúkum og þeim sem verða fyrir áföllum í lífinu, svigrúm frá skattkröfum ríkisins tímabundið," segir Teitur.Óljós grundvöllur ákvarðana Hann telur einnig ástæðu til að skoða lögin í heild sinni og hvort þau séu að ná markmiðum sínum. Mögulega sé verið að eftirláta skattyfirvöldum of víðtækt svigrúm til mats. „Það er erfitt að sjá á hvaða grundvelli skattyfirvöld eru að byggja einstakar ákvarðanir þegar umsóknir frá einstaklingum eru að berast," segir Teitur. Hann telur að úrræðinu mætti hugsanlega beita oftar til að vega á móti kostnaði sjúklinga. „Þegar fólk verður fyrir slíkum áföllum þá breytast aðstæður mjög til hins verra fjárhagslega og þá eru góð rök fyrir því að tímabundið sé slakað á kröfum um greiðslu skatts," segir Teitur. Hann hyggst kalla eftir upplýsingum og beita sér fyrir því að málið verði skoðað. „Í framhaldinu mögulega mun þá þingið geta komið sér saman um skynsamlegar breytingar vona ég," segir Teitur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra baðst undan viðtali um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur.Fjallað var um mál Njáls Þórðarsonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum en hann glímir við ristilkrabbamein og sótti um skattaívilnun vegna lyfja- og læknakostnaðar er hljóðar upp á 624 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri synjaði beiðninni þar sem upphæðin þótti ekki skerða gjaldþol fjölskyldunnar verulega. Í lögum um tekjuskatt er heimild til þess að lækka skattstofn þegar veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Skilyrðið um skert gjaldþol er þó ekki útfært nánar og liggur mat á þessu hjá skattyfirvöldum. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skoða þurfi framkvæmdina. „Hvort að það kunni að vera að skattayfirvöld séu að túlka þessa heimildir í skattalögum of þröngt þannig að markmið laganna, sem er að veita sjúkum og þeim sem verða fyrir áföllum í lífinu, svigrúm frá skattkröfum ríkisins tímabundið," segir Teitur.Óljós grundvöllur ákvarðana Hann telur einnig ástæðu til að skoða lögin í heild sinni og hvort þau séu að ná markmiðum sínum. Mögulega sé verið að eftirláta skattyfirvöldum of víðtækt svigrúm til mats. „Það er erfitt að sjá á hvaða grundvelli skattyfirvöld eru að byggja einstakar ákvarðanir þegar umsóknir frá einstaklingum eru að berast," segir Teitur. Hann telur að úrræðinu mætti hugsanlega beita oftar til að vega á móti kostnaði sjúklinga. „Þegar fólk verður fyrir slíkum áföllum þá breytast aðstæður mjög til hins verra fjárhagslega og þá eru góð rök fyrir því að tímabundið sé slakað á kröfum um greiðslu skatts," segir Teitur. Hann hyggst kalla eftir upplýsingum og beita sér fyrir því að málið verði skoðað. „Í framhaldinu mögulega mun þá þingið geta komið sér saman um skynsamlegar breytingar vona ég," segir Teitur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra baðst undan viðtali um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira