Daninn Thorbjörn Olessen og Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner eru efstir og jafnir eftir fyrsta keppnisdaginn á PGA-meistaramótinu sem fer fram á Quail Hollow Club í Charlotte í Bandaríkjunum.
Olessen og Kisner léku á fjórum höggum undir pari í dag. Næstir koma fimm Bandaríkjamenn á þremur höggum undir pari; Grayson Murray, Gary Woodland, Brooks Koepka, Chris Stroud og D.A. Points.
Dustin Johnson, efsti maður heimslistans, er á einu höggi undir pari. Jordan Spieth, sem vann Opna bandaríska meistaramótið á dögunum, er á einu höggi yfir pari, líkt og Rory McIlroy.
Jimmy Walker, sem vann PGA-meistaramótið í fyrra, var í miklum vandræðum í dag og lék hringinn á 10 höggum yfir pari.
