Ekki hitt eiginmanninn í fimm ár og vill skilnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 14:30 Eiginmanni konunnar er gert að mæta í dómsal hér á landi í næsta mánuði, þrátt fyrir árangurslausar stefnur þess eðlis í Víetnam. Vísir/GVA Víetnömsk kona búsett hér á landi hefur stefnt eiginmanni sínum, búsettum í Víetnam. Vill hún að henni verði veittur lögskilnaður en hjónin hafa ekki hist frá því í febrúar 2012. Afar illa hefur gengið að ná til mannsins í Víetnam. Í stefnunni, sem birt er í Lögbirtingablaðinu, segir að konan hafi verið búsett hér á landi frá árinu 2001. Í einni af ferðum hennar til Víetnam kynntist hún samlanda hennar og giftu þau sig árið 2010. Stefndu þau að því búa hér á landi en eiginmaður hennar fékk ekki dvalarleyfi.Kynntist íslenskum manni Konan vildi áfram búa hér á landi og slitnaði upp úr sambandi þeirra þar sem þau gátu ekki átt sameiginlegt heimili á Íslandi. Framan af hjónabandi hittust þau þegar konan heimsótti heimaland, og þá aðeins um nokkurra vikna skeið. Hafa þau ekki hist frá því á árinu 2012 og kynntist konan íslenskum manni eftir að slitnaði upp úr samskiptum hennar við eiginmanninn. Eiga hún og íslenski maðurinn saman barn. Krafa konunnar um lögskilnað er byggð á 37. grein hjúskaparlaga þar sem segir að hafi hjón slitið samvistum vegna ósamlyndis geti hvort þeirra krafist lögskilnaðar þegar samvistaslit hafi staðið í tvö ár hið skemmsta.Fimm tilraunir í Víetnam Í stefnunni segir að konan hafi undanfarin ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að birta eiginmanni hennar stefnu í heimalandi þeirra, alls fimm sinnum. Í stefnunni segir að það hafi sýnt sig að stjórnvöld í Víetnam „virðast ófær um að sinna skyldum sínum til birtingar á stefnu í máli þessu.“ Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði og er eiginmanni konunnar stefnt til að mæta í dómsal héraðsdóms, ella megi hann gera ráð fyrir því að útivistardómur gangi í málinu, það er að dæmt verði í málinu að honum fjarstöddum. Dómsmál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira
Víetnömsk kona búsett hér á landi hefur stefnt eiginmanni sínum, búsettum í Víetnam. Vill hún að henni verði veittur lögskilnaður en hjónin hafa ekki hist frá því í febrúar 2012. Afar illa hefur gengið að ná til mannsins í Víetnam. Í stefnunni, sem birt er í Lögbirtingablaðinu, segir að konan hafi verið búsett hér á landi frá árinu 2001. Í einni af ferðum hennar til Víetnam kynntist hún samlanda hennar og giftu þau sig árið 2010. Stefndu þau að því búa hér á landi en eiginmaður hennar fékk ekki dvalarleyfi.Kynntist íslenskum manni Konan vildi áfram búa hér á landi og slitnaði upp úr sambandi þeirra þar sem þau gátu ekki átt sameiginlegt heimili á Íslandi. Framan af hjónabandi hittust þau þegar konan heimsótti heimaland, og þá aðeins um nokkurra vikna skeið. Hafa þau ekki hist frá því á árinu 2012 og kynntist konan íslenskum manni eftir að slitnaði upp úr samskiptum hennar við eiginmanninn. Eiga hún og íslenski maðurinn saman barn. Krafa konunnar um lögskilnað er byggð á 37. grein hjúskaparlaga þar sem segir að hafi hjón slitið samvistum vegna ósamlyndis geti hvort þeirra krafist lögskilnaðar þegar samvistaslit hafi staðið í tvö ár hið skemmsta.Fimm tilraunir í Víetnam Í stefnunni segir að konan hafi undanfarin ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að birta eiginmanni hennar stefnu í heimalandi þeirra, alls fimm sinnum. Í stefnunni segir að það hafi sýnt sig að stjórnvöld í Víetnam „virðast ófær um að sinna skyldum sínum til birtingar á stefnu í máli þessu.“ Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði og er eiginmanni konunnar stefnt til að mæta í dómsal héraðsdóms, ella megi hann gera ráð fyrir því að útivistardómur gangi í málinu, það er að dæmt verði í málinu að honum fjarstöddum.
Dómsmál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira