Milos: Væri fínt að skila liðinu í topp fimm Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2017 20:54 Milos var ánægður með sigurinn á ÍA. vísir/anton Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, sagði að sínir menn hefðu þurft að hafa mikið fyrir sigrinum á ÍA í kvöld. „Þetta var erfiður leikur og ekki þægilegur að spila. Við reyndum að brjóta þá niður með því að setja annað mark en það gekk ekki,“ sagði Milos eftir leik. „Engu að síður fengum við fullt af færum til að skora og áttum jafnvel að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. En þeir eru með betra lið en taflan segir og ég vissi að þetta myndi verða erfitt, sérstaklega í ljósi þjálfarabreytinganna. Það kemur alltaf smá mótspyrna frá strákunum þegar svona gerist.“ Blikar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en slökuðu á klónni í þeim seinni. „Það var algjör óþarfi. Við áttum alltof margar feilsendingar og náðum ekki að halda boltanum og stjórna leiknum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. En strákarnir unnu vel fyrir sigrinum,“ sagði Milos. Willum Þór Willumsson hélt sæti sínu í byrjunarliði Breiðabliks frá 0-3 sigrinum í Ólafsvík í síðustu umferð og stóð fyrir sínu inni á miðju Blika. „Þetta er þriðji leikurinn hans á sjö dögum. Mér fannst hann mjög góður í svona 60 mínútur. Svo vantaði aðeins orku í hann sem er eðlilegt. Heilt yfir var ég ánægður með hans spilamennsku,“ sagði Milos. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 6. sæti deildarinnar og það glittir í Evrópusæti. „Frá fyrsta degi hef ég sagt að það væri fínt að skila liðinu í topp fimm. Ef tækifæri gefst fyrir eitthvað annað erum við tilbúnir að taka því en nú hugsum við um að hvíla okkur og einbeita okkar að Val,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Blikar gæla við Evrópusæti ÍA tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. 27. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, sagði að sínir menn hefðu þurft að hafa mikið fyrir sigrinum á ÍA í kvöld. „Þetta var erfiður leikur og ekki þægilegur að spila. Við reyndum að brjóta þá niður með því að setja annað mark en það gekk ekki,“ sagði Milos eftir leik. „Engu að síður fengum við fullt af færum til að skora og áttum jafnvel að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. En þeir eru með betra lið en taflan segir og ég vissi að þetta myndi verða erfitt, sérstaklega í ljósi þjálfarabreytinganna. Það kemur alltaf smá mótspyrna frá strákunum þegar svona gerist.“ Blikar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en slökuðu á klónni í þeim seinni. „Það var algjör óþarfi. Við áttum alltof margar feilsendingar og náðum ekki að halda boltanum og stjórna leiknum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. En strákarnir unnu vel fyrir sigrinum,“ sagði Milos. Willum Þór Willumsson hélt sæti sínu í byrjunarliði Breiðabliks frá 0-3 sigrinum í Ólafsvík í síðustu umferð og stóð fyrir sínu inni á miðju Blika. „Þetta er þriðji leikurinn hans á sjö dögum. Mér fannst hann mjög góður í svona 60 mínútur. Svo vantaði aðeins orku í hann sem er eðlilegt. Heilt yfir var ég ánægður með hans spilamennsku,“ sagði Milos. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 6. sæti deildarinnar og það glittir í Evrópusæti. „Frá fyrsta degi hef ég sagt að það væri fínt að skila liðinu í topp fimm. Ef tækifæri gefst fyrir eitthvað annað erum við tilbúnir að taka því en nú hugsum við um að hvíla okkur og einbeita okkar að Val,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Blikar gæla við Evrópusæti ÍA tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. 27. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Blikar gæla við Evrópusæti ÍA tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. 27. ágúst 2017 20:45