Taldi Kim Jung-Un lesa hugsanir sínar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 20:00 Húsfyllir var á fyrirlestri Yeonmi Park í Háskóla Íslands í dag. Hún flúði frá Norður-Kóreu þegar hún var aðeins þrettán ára gömul og berst í dag gegn mannréttindabrotum þar í landi. Ítarlegt viðtal við Park má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.Park flúði ásamt móður sinni til Kína þar sem hungursneið var það eina sem við þeim blasti eftir að faðir hennar var dæmdur til sautján ára þrælkunarvinnu. „Mig dreymdi bara um að finna hrísgrjónaskál. Hamingjan fólst í því," segir Yeonmi Park. Til þess að komast frá Norður-Kóreu þurftu mæðgurnar að ganga á vald mansalshrings sem gat borgað leið þeirra til Kína. Mikil spurn hefur verið eftir konum frá Norður-Kóreu í Kína síðan eins-barns stefnan var tekin upp þar í landi. Norður-Kóreskar konur ganga þar kaupum og sölum en móðir hennar var seld á 65 Bandaríkjadali, eða um sjö þúsund krónur.Yeonmi Park sagði Íslendinga geta verið þakkláta fyrir að hafa forsætisráðherra, eins og þann sem bauð hana velkomna í pontu á fundinum í dagVísir/Anton Brink„Það er mikið hættuástand þarna núna og var það líka á þessum tíma. Verðir standa með tíu metra millibili og skjóta alla sem sleppa. En í mínu tilviki var um mansal að ræða og þá mútuðu verðir öðrum vörðum," segir Park. Hungrið var það sem knúði flóttann en Park segist á þeim tíma ekki hafa gert sér grein fyrir að hún væri í raun fangi. „Ég vissi ekki að ég væri þræll. Ég vissi ekki að ég nyti mannréttinda sem manneskja." Hún segist hafa verið lengi að venjast frelsinu eftir að hafa verið heilaþvegin árum saman. „Þeir sögðu mér margt slæmt um Kim Jung-Un og ég varði hann því ég hélt að hann gæti lesið hugsanir mínar. Ég naut ekki einu sinni frelsis í hugsunum mínum," segir Park. Park þráir breytingar í Norður-Kóreu og óskar þess að geta snúið aftur í frjálst ríki. Hún telur þó að breytingar þurfi að vera knúðar áfram af íbúum landsins. „Ef þeir fá að vita þeir eru þrælar munu þeir breytast og krefjast úrbóta. Ef þeir fá að vita að lífið geti verið eins og hér með rafmagn allan sólarhringinn, með hraðbrautir, bíla, hlý húsakynni, með nettengingu, þá munu þeir krefjast breytinga. Við erum jú öll eins," segir Park. Sofið of lengi á verðinum Hún hvetur alla til að láta til sín taka. Kynna sér ástandið í Norður-Kóreu og reyna koma skilaboðum áleiðis. Heimurinn hafi leitt þetta hjá sér of lengi. „Við höfum beðið of lengi, við höfum sofið á verðinum og nú stendur allt mannkynið frammi fyrir ógn frá N-Kóreu." „Þeir hnepptu þjóð sína í fangabúðir. Ímyndið ykkur hvernig þeir munu fara með aðra. Þessi náungi drap sinn eigin bróður. Ímyndið ykkur hvað hann mun gera við aðra," segir Park.Hér að neðan má sjá viðtalið við Park í heild sinni ótextað. Tengdar fréttir Aldrei séð ruslatunnu áður en hún flúði harðræðið Yeomni Park þurfti að berjast við tilfinningar sínar er hún fræddi fullan Hátíðasal Háskóla Íslands um lífið í Norður-Kóreu og lífið eftir flóttann. 25. ágúst 2017 12:50 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Húsfyllir var á fyrirlestri Yeonmi Park í Háskóla Íslands í dag. Hún flúði frá Norður-Kóreu þegar hún var aðeins þrettán ára gömul og berst í dag gegn mannréttindabrotum þar í landi. Ítarlegt viðtal við Park má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.Park flúði ásamt móður sinni til Kína þar sem hungursneið var það eina sem við þeim blasti eftir að faðir hennar var dæmdur til sautján ára þrælkunarvinnu. „Mig dreymdi bara um að finna hrísgrjónaskál. Hamingjan fólst í því," segir Yeonmi Park. Til þess að komast frá Norður-Kóreu þurftu mæðgurnar að ganga á vald mansalshrings sem gat borgað leið þeirra til Kína. Mikil spurn hefur verið eftir konum frá Norður-Kóreu í Kína síðan eins-barns stefnan var tekin upp þar í landi. Norður-Kóreskar konur ganga þar kaupum og sölum en móðir hennar var seld á 65 Bandaríkjadali, eða um sjö þúsund krónur.Yeonmi Park sagði Íslendinga geta verið þakkláta fyrir að hafa forsætisráðherra, eins og þann sem bauð hana velkomna í pontu á fundinum í dagVísir/Anton Brink„Það er mikið hættuástand þarna núna og var það líka á þessum tíma. Verðir standa með tíu metra millibili og skjóta alla sem sleppa. En í mínu tilviki var um mansal að ræða og þá mútuðu verðir öðrum vörðum," segir Park. Hungrið var það sem knúði flóttann en Park segist á þeim tíma ekki hafa gert sér grein fyrir að hún væri í raun fangi. „Ég vissi ekki að ég væri þræll. Ég vissi ekki að ég nyti mannréttinda sem manneskja." Hún segist hafa verið lengi að venjast frelsinu eftir að hafa verið heilaþvegin árum saman. „Þeir sögðu mér margt slæmt um Kim Jung-Un og ég varði hann því ég hélt að hann gæti lesið hugsanir mínar. Ég naut ekki einu sinni frelsis í hugsunum mínum," segir Park. Park þráir breytingar í Norður-Kóreu og óskar þess að geta snúið aftur í frjálst ríki. Hún telur þó að breytingar þurfi að vera knúðar áfram af íbúum landsins. „Ef þeir fá að vita þeir eru þrælar munu þeir breytast og krefjast úrbóta. Ef þeir fá að vita að lífið geti verið eins og hér með rafmagn allan sólarhringinn, með hraðbrautir, bíla, hlý húsakynni, með nettengingu, þá munu þeir krefjast breytinga. Við erum jú öll eins," segir Park. Sofið of lengi á verðinum Hún hvetur alla til að láta til sín taka. Kynna sér ástandið í Norður-Kóreu og reyna koma skilaboðum áleiðis. Heimurinn hafi leitt þetta hjá sér of lengi. „Við höfum beðið of lengi, við höfum sofið á verðinum og nú stendur allt mannkynið frammi fyrir ógn frá N-Kóreu." „Þeir hnepptu þjóð sína í fangabúðir. Ímyndið ykkur hvernig þeir munu fara með aðra. Þessi náungi drap sinn eigin bróður. Ímyndið ykkur hvað hann mun gera við aðra," segir Park.Hér að neðan má sjá viðtalið við Park í heild sinni ótextað.
Tengdar fréttir Aldrei séð ruslatunnu áður en hún flúði harðræðið Yeomni Park þurfti að berjast við tilfinningar sínar er hún fræddi fullan Hátíðasal Háskóla Íslands um lífið í Norður-Kóreu og lífið eftir flóttann. 25. ágúst 2017 12:50 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Aldrei séð ruslatunnu áður en hún flúði harðræðið Yeomni Park þurfti að berjast við tilfinningar sínar er hún fræddi fullan Hátíðasal Háskóla Íslands um lífið í Norður-Kóreu og lífið eftir flóttann. 25. ágúst 2017 12:50