Yngvi Guðmundsson vélaverkfræðingur hefur verið ráðinn til starfa sem verkfræðingur í tækniþjónustu HS Orku. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að helstu verkefni hans verði verkefnastjórnun við nýframkvæmdir, endurbætur og viðhaldsverkefni í orkuverum og þróun nýrrar tækni á sviði jarðvarma.
„Yngvi hefur víðtæka reynslu af hönnun og undirbúningi virkjanaframkvæmda. Sérsvið hans eru vélbúnaður, varma- og straumfræði. Hann hefur unnið hjá Verkís undanfarin ár, auk þess að kenna í meistaranámi í HÍ og Jarðhitaskóla,“ segir í tilkynningunni.
Þar er jafnframt reifað að Yngvi er með B.Sc gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc frá Stellenbosch University í Suður-Afríku. Yngvi er fæddur. 8. ágúst 1984, hann er giftur Sigrúnu Melax og eiga þau þrjár dætur.
Yngvi til HS Orku
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent

Ísland brotlegt í pitsaostamálinu
Viðskipti innlent

Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent

Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið
Viðskipti innlent

Trump-tollar tóku gildi í nótt
Viðskipti erlent

ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins
Viðskipti innlent

Enn ein eldrauð opnun
Viðskipti innlent


Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike
Viðskipti innlent

Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist
Viðskipti innlent