Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. vísir/ernir Ekki voru sæti fyrir alla sem vildu á íbúafundi um málefni United Silicon sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þungt hljóð var í fundargestum sem voru á þriðja hundrað. Á fundinum var samþykkt ályktun um að biðla til almannavarna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bænum. „Fólki var mikið niðri fyrir. Margir lýstu auknum veikindum eftir að verksmiðjan kom og aðrir bentu á að ekki væri óhætt lengur að hleypa börnum út að leika,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, en hann flutti tölu á fundinum. „Það var kona sem kom upp í pontu og bað fólk um að standa upp ef það hafði fundið fyrir einkennum. Þá reis þriðjungur salarins.“ Fólk lýsti meðal annars áhyggjum yfir því að fyrirhugað er að fleiri ofnar verði settir í gang. Aðeins logar á einum ofni í verksmiðju United Silicon en þeir gætu orðið allt að fjórir. Þá er fyrirhugað að aðrir fjórir verði í verksmiðju Thorsil sem áætlað er að opna á sama stað árið 2020. „Næsta skref er að hrinda af stað alþjóðlegri söfnun fyrir Félag andstæðinga stóriðju í Helguvík,“ segir Einar Már Atlason, formaður félagsins, en það stóð fyrir fundinum. „Síðan tekur við málsókn. Við hættum ekki fyrr en verksmiðjunni hefur verið lokað og að engin frekari stóriðja verði sett upp í Helguvík,“ segir Einar Már að lokum. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ekki voru sæti fyrir alla sem vildu á íbúafundi um málefni United Silicon sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þungt hljóð var í fundargestum sem voru á þriðja hundrað. Á fundinum var samþykkt ályktun um að biðla til almannavarna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bænum. „Fólki var mikið niðri fyrir. Margir lýstu auknum veikindum eftir að verksmiðjan kom og aðrir bentu á að ekki væri óhætt lengur að hleypa börnum út að leika,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, en hann flutti tölu á fundinum. „Það var kona sem kom upp í pontu og bað fólk um að standa upp ef það hafði fundið fyrir einkennum. Þá reis þriðjungur salarins.“ Fólk lýsti meðal annars áhyggjum yfir því að fyrirhugað er að fleiri ofnar verði settir í gang. Aðeins logar á einum ofni í verksmiðju United Silicon en þeir gætu orðið allt að fjórir. Þá er fyrirhugað að aðrir fjórir verði í verksmiðju Thorsil sem áætlað er að opna á sama stað árið 2020. „Næsta skref er að hrinda af stað alþjóðlegri söfnun fyrir Félag andstæðinga stóriðju í Helguvík,“ segir Einar Már Atlason, formaður félagsins, en það stóð fyrir fundinum. „Síðan tekur við málsókn. Við hættum ekki fyrr en verksmiðjunni hefur verið lokað og að engin frekari stóriðja verði sett upp í Helguvík,“ segir Einar Már að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00