Haustbragur á veiðitölum vikunnar Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2017 09:00 Lax Þreyttur í Ytri Rangá. Áin er sú aflahæsta það sem af er sumri. Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur úr vikuveiðinni í laxveiðiánum á miðvikudagskvöldið og árnar eru að eiga misgóða viku. Sem fyrr er það Ytri Rangá sem trónir á toppi listans með heildarveiði upp á 4218 laxa og vikuveiðin þar á bæ var 472 laxar. Nú eru átta laxveiðiár komnar yfir 1000 laxa markið og líklega eru tvær sem komast þangað á næstunni en það eru Grímsá þar sem 918 laxar hafa veiðst en veitt er í um mánuð þar í viðbót. Selá í Vopnafirði er komin í 813 laxa og það verður að teljast líklegra en ekki en henni takist að fara yfir 1000 laxa á lokametrunum. Árnar í dölunum hafa átt betri sumur það er víst en vatnsleysi þar hefur sett mikið strik í reikninginn í sumar. Rigning sem er spáð á vesturlandi um helgina gæti hleypt tökunni í gang þar sem og í Borgarfirði en heldur dræm taka hefur verið í Borgarfjarðaránum síðustu daga að með þeirri undantekningu að veiðin í síðustu viku var afar góð í Þverá og Kjarrá en alls veiddust 177 laxar þar í síðustu viku. Topp fimm listinn er hér fyrir neðan en heildarlistinn yfir veiðina í viðmiðunaránum má finna sem fyrr á www.angling.is 1. Ytri-Rangá 4218 laxar - vikuveiði 472 laxar. 2. Miðfjarðará 2668 laxar - vikuveiði 282 laxar. 3. Þverá og Kjarará 1777 laxar - vikuveiði 177 laxar. 4. Eystri-Rangá 1685 laxar - vikuveiði 284 laxar. 5. Blanda 1390 laxar - vikuveiði 59 laxar. Mest lesið Mikið líf við Elliðavatn Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Heitar flugur frá Veiðiflugum Veiði
Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur úr vikuveiðinni í laxveiðiánum á miðvikudagskvöldið og árnar eru að eiga misgóða viku. Sem fyrr er það Ytri Rangá sem trónir á toppi listans með heildarveiði upp á 4218 laxa og vikuveiðin þar á bæ var 472 laxar. Nú eru átta laxveiðiár komnar yfir 1000 laxa markið og líklega eru tvær sem komast þangað á næstunni en það eru Grímsá þar sem 918 laxar hafa veiðst en veitt er í um mánuð þar í viðbót. Selá í Vopnafirði er komin í 813 laxa og það verður að teljast líklegra en ekki en henni takist að fara yfir 1000 laxa á lokametrunum. Árnar í dölunum hafa átt betri sumur það er víst en vatnsleysi þar hefur sett mikið strik í reikninginn í sumar. Rigning sem er spáð á vesturlandi um helgina gæti hleypt tökunni í gang þar sem og í Borgarfirði en heldur dræm taka hefur verið í Borgarfjarðaránum síðustu daga að með þeirri undantekningu að veiðin í síðustu viku var afar góð í Þverá og Kjarrá en alls veiddust 177 laxar þar í síðustu viku. Topp fimm listinn er hér fyrir neðan en heildarlistinn yfir veiðina í viðmiðunaránum má finna sem fyrr á www.angling.is 1. Ytri-Rangá 4218 laxar - vikuveiði 472 laxar. 2. Miðfjarðará 2668 laxar - vikuveiði 282 laxar. 3. Þverá og Kjarará 1777 laxar - vikuveiði 177 laxar. 4. Eystri-Rangá 1685 laxar - vikuveiði 284 laxar. 5. Blanda 1390 laxar - vikuveiði 59 laxar.
Mest lesið Mikið líf við Elliðavatn Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Heitar flugur frá Veiðiflugum Veiði