Í færslu á Instagram sagði Musk að það hafi reynst sérstaklega erfitt að sameina fagurfræði og virkni búningsins.
SpaceX er með samning við bandarísku geimvísindastofnunina NASA um að framleiða geimferjur til að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu. Fyrirtækið vonast til þess að fyrsta mannaða tilraunaflugið með Dragon-geimferjunni fari fram á næsta ári.
Í umfjöllun Washington Post kemur fram að búiningur SpaceX og Boeing, sem einnig þróar geimferjur fyrir NASA, sé léttari og einfaldari en fyrri geimbúningar þar sem þeim sé aðeins ætlað að verja geimfara í neyðartilfellum inni í geimferju.
Þeir eru ekki ætlaðir til geimgöngu þar sem búningar þurfa að vera sterkari til að verjast geimryki, rusli og miklum hitastigsbreytingum.
Ekki er talið að mannaðar geimferjur SpaceX og Boeing verði teknar í formlega notkun fyrr en í fyrsta lagi árið 2019.